Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2014 05:40

Brugghús Steðja setur Hvalabjór á markað - þann fyrsta í heiminum

Brugghús Steðja í Borgarfirði hefur nú án vafa kynnt mestu nýjungina á bjórmarkaðinum um langa hríð. „Þetta er einstakur bjór á heimsvísu, unninn í samstarfi við Hval hf.,“ segir Dabjartur Ingvar Arilíusson eigandi brugghússins í Steðja. „Við setjum nú á markað bragðmikinn Þorrabjór; Hvalbjór sem er m.a. bruggaður með hvalmjöli. Hvalmjölið er mjög próteinríkt og nánast engin fita í því. Það, ásamt því að enginn viðbættur sykur er notaður, gerir þetta að mjög heilnæmum drykk og verða menn því sannir víkingar af því að drekka hann,“ segir Dagbjartur.

Hann segir að hvalbragðið komi fram í undirtóni bjórsins og einnig finnist það í eftirbragðinu. „Bjórinn er 5,2% í alkohólmagni og við síum hann og gerilsneyðum. Miðinn á flöskunum er hannaður af íslenskum verðlaunahönnuði búsettum á Ítalíu, með innihaldið í huga ásamt því að skapa réttu þorrastemninguna að sjálfsögðu. Í bakgrunni miðans er texti úr Hávamálum en þar kemur fram texti sem var sá fyrsti sem Óðinn las úr rúnum. „Þetta er hinn eini og sanni íslenski þorrabjór,“ segir Dagbjartur og bætir því við að Hvalbjórinn sé væntanlegur í Vínbúðirnar 24. janúar nk. en komi eitthvað fyrr á veitingahús.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is