Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2014 09:01

Skorrdælingar viðra sameiningu við nágranna sína

Davíð Pétursson á Grund, oddviti Skorradalshrepps, segir í samtali við Skessuhorn að í kjölfar þess að hreppurinn lauk við gerð aðalskipulags í október síðastliðnum sé nú orðið tímabært að Skorrdælingar ræði við nágrannasveitarfélög um hugsanlega sameiningu. Davíð segir að höfnun beiðnar um sameiningarviðræður frá Borgarbyggð árið 2006 hafi byggst á því að hreppsnefnd Skorradalshrepps vildi fyrst ljúka gerð aðalskipulags áður en til sameiningar kæmi. Byrjað var á viðræðum við fulltrúa í sveitarstjórn Borgarbyggðar síðastliðinn föstudag. Var erindinu vel tekið á fundinum og lýstu allir fulltrúar í sveitarstjórn Borgarbyggðar yfir vilja sínum til áframhalds viðræðna við Skorradalshrepp. Þá munu Skorrdælingar síðar í þessari viku ræða við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar um vilja þeirra til sameiningar.

 

 

 

Bæði þessi sveitarfélög, Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit, liggja landfræðilega að Skorradalshreppi. Hins vegar hnýga sterkari rök að sameiningu við Borgarbyggð, svo sem vegna samstarfs í skólamálum, skipulagsmálum, landfræðilega eru erfiðari vegasamöngur við Hvalfjarðarsveit og félagslega hafa íbúar í Skorradal í gegnum tíðina átt meiri samleið með íbúum norðan Skarðsheiðar. Fjárhagslega stendur Hvalfjarðarsveit betur en Borgarbyggð og heillar það að sjálfsögðu einhverja íbúa í Skorradal. Davíð á Grund segir aðspurður að þegar þessum fyrstu viðræðum við nágrannana lýkur og niðurstaða fengin í vilja þeirra til áframhaldandi viðræðna, muni íbúar í Skorradalshreppi kjósa um hvort farið verður í frekari viðræður og þá við hverja. Stefnt sé að því ferli verði lokið tímanlega fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.

 

Nánar verður fjallað um málið í Skessuhorni sem kemur út næstkomandi miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is