Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2014 08:01

Iðkendum íþrótta fjölgar lítillega

Nýlega voru birtar iðkendatölur fyrir árið 2012 í starfsskýrslu Íþróttasambands Íslands. Fjöldi „iðkana“ jókst á milli áranna 2011 og 2012 lítillega eða um 1,2%. Samtals voru 119.810 sem stunduðu íþróttir innan ÍSÍ árið 2011 en þar af voru um 30.000 manns sem lögðu stund á fleira en eina íþróttagrein. Tæplega helmingur, eða 47% iðkenda voru 15 ára og yngri, 60,9% karlar og um 39,1% konur. Þegar kynjamunur í yngri hópi er skoðaður er munurinn minni, um 45% hjá stúlkum á móti 55% hjá drengjum. Þátttaka í knattspyrnu var mest, eða 19.672 iðkendur, þá kemur golf með 17.129 iðkendur og hestaíþróttir með 10.783 iðkendur. Mesta hlutfallslega aukningin var í lyftingum, en þar fór fjöldi iðkenda úr 293 á árinu 2011 í 459 á árinu 2012. Að baki iðkendafjölda eru tæplega 86.000 einstaklingar sem jafngildir því að um 27% þjóðarinnar stundi íþróttir með íþróttafélagi innan ÍSÍ og er það nánast óbreytt hlutfall frá árinu 2011.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is