Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2014 06:01

Fiskverð í hæstu hæðum þegar markaðir opna á nýju ári

Fiskverð á mörkuðum er í hæstu hæðum nú þegar bátaflotinn hefur róðra eftir hátíðarnar. Frí um jól og áramót auk mikillar ótíðar undanfarið gerir það að verkum að eftirspurn er mikil á sama tíma og lítill afli berst á land. Verð á stórum óslægðum þorski fór upp í 500 krónur á uppboðum í gær, þriðjudag. Það var litlu lægri á slægða þorskinum. Fyrir áramót var algengt að óslægður þorskur færi á 320 – 350 krónur á kílóið. Sjómenn sem hafa komið með góðan afla að landi brosa hringinn. Eiður Ólafsson skipstóri og útgerðarmaður á Ísak AK kom inn til Akraness í gær með um hálft tonn af rígvænum þorski. Hann hafði veitt aflann í net fyrir mynni Hvalfjarðar.

„Ég fékk þetta í 20 net sem ég er með. Þetta eru ránþorskar héðan úr Faxaflóa sem fara um og éta minni fiska,“ sagði hann glaðhlakkalega þar sem hann landaði upp úr bátnum í Akraneshöfn. Eiður rær einsamall og segist stefna í að gera það á vetrarvertíðinni sem fer nú í hönd. „Það er ekkert annað hægt, veiðiheimildirnar eru svo litlar. Afkoman af þessu ber ekki fleiri menn.“ 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is