Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2014 06:01

Smáskipanám verður í boði í Stykkishólmi

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi og Fræðslumiðstöð Vestfjarða vinna nú að samstarfsverkefni og bjóða upp á svokallað smáskipanám. Námið kemur í stað þess sem áður var nefnt pungapróf. Kennt verður í Grunnskólanum í Stykkishólmi með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

„Þetta nám hefur verið í boði á Vestfjörðum en er nú í fyrsta sinn kennt hér á Vesturlandi,“ segir Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar í samtali við Skessuhorn. Atvinnuskírteinin sem fást að námi loknu miðast nú við lengd skipa í stað brúttólestatölu áður. Réttindin miðast samkvæmt því við skip sem eru tólf metrar og styttri að skráningarlengd, miðað við að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma. Námið verður kennt í fjórum lotum og kostar 150 þúsund krónur.

„Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur sérhæft sig í námstækifærum fyrir sjávarútveginn en Símenntunarmiðstöð Vesturlands fyrir stóriðju. Það hefur verið ágætt að skipta því aðeins upp. En þessu var velt upp og ákveðið að fara í samstarf eftir að í ljós kom að mikill áhugi og eftirspurn var eftir slíku námi á Snæfellsnesinu,“ bætir Inga Dóra við. Námskeiðið hefst 27. janúar næstkomandi og er nú í auglýsingu á Snæfellsnesi. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig geta gert það í gegnum Símenntun. Nánari upplýsingar veitir Magnús Jónsson, leiðbeinandi á námskeiðinu, í síma 892-7139 eða á netfanginu magnusjon@simnet.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is