Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2014 10:55

Borgnesingar töpuðu þrátt fyrir stórleik Smiths

Skallagrímsmenn byrjuðu nýja árið í Dominos deild karla með tapi í gærkvöld þegar þeir tóku á móti spræku liði ÍR-inga í Borgarnesi. ÍR byrjaði leikinn betur og leiddi hann frá byrjun. Heimamenn voru þó skammt undan og var staðan eftir fyrsta leikhluta 22:26 fyrir gestina. Liðsmenn ÍR héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og bættu við forskot sitt. Þeir nýttu sér ráðaleysi í vörn Skallagrímsmanna, voru duglegir við að hirða sóknarfráköst og komust fyrir vikið ellefu stigum yfir. Borgnesingar snéru hins vegar vörn í sókn og leiddir af nýja Bandaríkjamanninum Benjamin Curtis Smith, sem átti stórleik í gærkvöld, náðu þeir að minnka muninn í fjögur stig í hálfleik, 41:45.

Jafnara var með liðunum í þriðja leikhluta og komust heimamenn yfir í fyrsta skipti í leiknum í leikhlutanum. Gestirnir komust þó fljótt yfir aftur og var staðan að loknum þriðja leikhluta 66:68. Lokaleikhlutinn fór jafnt af stað og áður en langt um leið voru ÍR-ingar komnir með þægilega tíu stiga forystu. Þá voru tæpar þrjár mínútur eftir.

Heimamenn gerðu áhlaup og minnkuðu muninn í þrjú stig þegar tvær mínútur voru eftir. Nær komust Skallagrímsmenn hins vegar ekki og lönduðu ÍR-ingar því verðskulduðum sigri í leikslok; 86:93.

Benjamin Curtis Smith var langbestur í liði Skallagrímsmanna og skoraði hér um bil helminginn af stigum heimamanna, eða 40. Einnig tók hann 9 fráköst. Næstur kom Páll Axel Vilbergsson með 17 stig og 10 fráköst og þá skoruðu Orri Jónsson með 11 stig, Egill Egilsson 9 og Ármann Örn Vilbergsson 3. Loks skoruðu Trausti Eiríksson, Sigurður Þórarinsson og Davíð Ásgeirsson 2 stig hver.

 

Skallagrímsmenn sitja eftir leikinn sem fastast í 11. sæti Dominos deildarinnar með fjögur stig. Næsti leikur liðsins verður Vesturlandsslagur þegar Borgnesingar mæta Snæfelli í Stykkishólmi á fimmtudaginn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is