Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2014 01:55

Hjörtur Júlíus aftur á Skagann

Knattspyrnufélag ÍA og Hjörtur Júlíus Hjartarson knattspyrnumaður hafa komist að samkomulagi um að Hjörtur leiki með liðinu á næstu leiktíð. Hlutverk Hjartar í sumar mun fyrst og fremst verða að styðja við þá framherja sem fyrir eru hjá liðinu. „Vonir standa til að þeir muni geta nýtt sér þá miklu reynslu og þekkingu sem Hjörtur hefur á leiknum. Hjörtur er þekktur fyrir mikinn sigurvilja og keppnisskap sem hinn ungi leikmannahópur ÍA mun njóta góðs af, innan vallar sem utan,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

 

 

 

Hjörtur, sem verður 40 ára í haust, kemur nú síðast frá Víkingi Reykjavík þar sem hann hjálpaði liðinu að landa úrvalsdeildarsæti síðastliðið haust þegar liðið hafði sætaskipti við nafna sinn úr Ólafsvík. Hjörtur lék síðast með ÍA sumarið 2011 þegar hann gerði 15 mörk er liðið vann 1. deildina. Auk þess hefur hann tvisvar sinnum farið með sínum liðum upp úr 1. deildinni, Þrótti 2007 og Selfossi 2009 þar sem hann var í stóru hlutverki m.a. markahæsti leikmaður 1. deildar 2007 með 18 mörk. Árið 2001 var Hjörtur markahæsti leikmaður efstu deildar þegar ÍA varð Íslandsmeistari. Hjörtur er 6. markahæsti og tíundi leikjahæsti leikmaður í sögu Íslandsmótsins, með 166 mörk í 332 leikjum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is