Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2014 06:01

Akraneskaupstaður hyggst bjóða út snjómokstur

„Akraneskaupstaður undirbýr nú útboð á snjómokstri og stefnir á að fjölga minni tækjum sem nýtast meðal annars á gangstéttir,“ segir í frétt á vef bæjarins um helgina. Þetta verður gert til að auka hálkuvarnir, en tíðin að undanförnu hefur verið afleit með tilliti til hálkumyndunar þegar skipst hefur á snjór, frost og þýða. Að sögn Sigurðar Páls Harðarsonar framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þá hefur verið reynt að salta helstu gönguleiðir fremur en að sanda en það hefur ekki alltaf dugað til.

 

 

 

Í kjölfar snjókomu á föstudaginn síðasta var ákveðið að þjónustumiðstöðin við Laugarbraut yrði opin á laugardaginn og gátu íbúar sótt sér sand og salt til að setja við innkeyrslur og bílastæði. Þá voru saltaðar og sandaðar allar aðalleiðir, sem og aðalgönguleiðir í bænum. Frá áramótum og til 11. janúar höfðu farið 10 tonn af sandi á götur og gangstíga á Akranesi og 14 tonn af salti. „Gárungar hafa bent á að Akraneskaupstaður eigi nú sandþró við Sementsverksmiðjuna og því sé nóg af sandi til. Því er til að svara að skeljasandurinn er of fínn í þetta verkefni. Akraneskaupstaður hvetur íbúa til að fara varlega í hálkunni,“ segir í frétt á vef bæjarins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is