Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2014 10:45

Verulegar hækkanir hjá Rarik í dreifbýli

Samkvæmt verðlagskönnun sem ASÍ hefur birt hefur heildar raforkukostnaður hjá heimilum landsins hækkað frá því í ágúst 2013 miðað við 4000 kW stunda notkun á ári. Mest hefur raforkukostnaðurinn hækkað hjá viðskiptavinum Rarik dreifbýli/Orkusalan eða um 6,6%, Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,8% og Orkuveita Reykjavíkur/Orka Náttúrunnar um 1,3%. Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ segir að ekki hafi allar dreifiveiturnar hækkað verðið, en mest hækki hjá Rarik dreifbýli eða um 9%. Rafveita Reyðarfjarðar hækki raforkuna um 2,8%, OR um 2,1% og HS veita um 0,4%. Verð á raforkunni hafi hækkað hjá öllum raforkusölum að lámarki um 0,08%, en Rafveita Reyðarfjarðar hefur hækkað um 2,47%. Benda má á að skattur á raforkusölu, umhverfis- og auðlindaskatturinn var hækkaður um áramót úr 0,126 kr. á kWst. í 0,13 kr. á kWst.

 

 

 

Raforkureikningi heimilisins má skipta í tvo hluta. Annars vegar er greitt fyrir flutning og dreifingu raforkunnar til þeirrar dreifiveitu sem hefur sérleyfi á viðkomandi landssvæði og hins vegar er greitt fyrir raforkuna sjálfa til þess sölufyrirtækis sem hver og einn kaupandi velur. Þannig greiðir heimili á Ísafirði ávallt Orkubúi Vestfjarða fyrir flutning og dreifingu á raforku en getur síðan t.d. valið að kaupa raforkuna af Orkuveitu Reykjavíkur. Ódýrast er að kaupa orkuna hjá Orkubúi Vestfjarða-þéttbýli/dreifbýli, þar sem kostnaðurinn er 25.050 kr. en dýrast er að kaupa hana frá Orkuveitu Reykjavíkur og HS orku en þar kostar árið það sama eða 26.154 kr. Munur á hæsta og lægsta verði er 1.104 kr. eða tæplega 4%.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is