Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2014 02:21

Tvo árganga síldar vantar í Breiðafjörðinn

Niðurstaða leiðangurs Drafnar skips Hafró á Breiðafjörð í síðustu viku hefur leitt í ljós þær niðurstöður að það eru árgangar 2007 og 2008 sem einkum vantar í Breiðafjörð í samanburði við mælinguna í fyrra. „Þetta eru árgangar sem uxu upp fyrir sunnan land og hluti þeirra er þar enn samkvæmt bergmálsmælingum á Bjarna Sæmundssyni í haust. Hluti þessara árganga birtist nokkuð óvænt í Breiðafirði í fyrravetur og var hlutfall þeirra í afla og bergmálsmælingum töluvert, einkum 2008 árgangsins. Í vetur virðast þessir árgangar hinsvegar hafa vetursetu á nýjum og enn sem komið er óþekktum slóðum,“ segir í frétt frá Hafró. Þar segir að framhald síldarrannsókna og leita þessa vetrar verði ákveðnar á næstu dögum. Í tengslum við mælingar í Kolgrafafirði var farið með neðansjávarmyndavél til að skoða hvort eitthvað væri af dauðri síld á botni fjarðarins innan við brú. Það reyndist ekki vera enda hefur súrefnismettun í firðinum verið góð það sem af er vetri. Í tilkynningu Hafró segir enn fremur að endanlegir reikningar verði ekki tilbúnir fyrr en síðar, en það sé ljóst að ekkert hafi bæst við magn veiðistofns í Breiðafirðinum frá því að mælingar voru gerðar í haust. Enn vantar því töluvert magn inn í bergmálsmælingar vetrarins miðað við mælingar síðasta árs eða um 140 þúsund tonn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is