Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2014 04:13

Segir fréttir af hækkun verðskrár misvísandi

Forsvarsmenn Rarik segja í tilkynningu til fjölmiðla misvísandi fréttaflutning um hækkun RARIK á verðskrá raforkudreifingar nú um áramótin. Það rétta sé að RARIK hækkaði verðskrá sína fyrir raforkudreifingu í dreifbýli um 4,5%, eins og fram kom í frétt á heimasíðu fyrirtækisins þann 27. des sl. „Þar sem dreifbýlisframlag breytist ekki á sama tíma eru áhrifin þau að viðskiptavinir sjá 4,7% hækkun á flutnings- og dreifikostnaði og 3,5% á heildar raforkureikningum að teknu tilliti til orkusölu. Hækkunin á heildar raforkureikningum frá ágúst 2013 til janúar 2014 er því 3,5% en ekki 6,6% eins og fram hefur komið,“ segir í tilkynningu frá Rarik. Þar segir einnig að RARIK hækkaði ekki verðskrá raforkudreifingar í þéttbýli um þessi áramót og hefur ekki hækkað hana í tvö ár. Þá hafi verðskrá dótturfélags RARIK, Orkusölunnar, ekki hækkað frá því í ágúst að öðru leyti en því að hækkun á orkuskatti úr 0,126 kr/kWst í 0,130 kr/kWst veldur um 0,1% hækkun til viðskiptavina.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is