Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2014 10:00

Eyjabóndinn Jói í Skáleyjum í viðtali við Skessuhorn

„Ég er fæddur og uppalinn í Skáleyjum. Hef aldrei átt annars staðar heima. Lögheimili mitt er þar enn í dag þó ég búi nú hér á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Það var þar líka þegar ég bjó í um 10 ára skeið í Flatey. Ég hef alltaf verið skráður til heimilis í Skáleyjum.“

 

Breiðafjarðareyjabóndinn Jóhannes Geir Gíslason, betur þekktur sem Jói í Skáleyjum, er skorinorður þegar hann gerir grein fyrir uppruna sínum. Hann og Eysteinn bróðir hans voru sjötti liður ættar sem setið hefur Skáleyjar allar götur síðan um 1760. Nú er sjöundi ættliðurinn tekinn við. Börn Jóa og Eysteins stunda í dag sumarbúskap í Skáleyjum.  

 

Jói í Skáleyjum sendi nú í haust frá sér bók þar sem hann fjallar um lífið í Skáleyjum og ættina sem hefur byggt þar og búið í um 240 ár. Hún ber titilinn „Gróa – Gróusögur nútímans af heimaslóðum höfundar.“ Þau eru orðin mörg handtökin sem Jói, forfeður hans og afkomendur hafa skilið eftir sig á þessum lágreistu eyjum norðan til í innanverðum Breiðafirði.

 

„Ég var síðastur minna systkina í búskap með foreldrum okkar þangað til ég stofnaði fjölskyldu. Það bar upp á sama tíma að ég var kominn með fjölskyldu að foreldrar okkar vildu minnka við sig. Ég hafði þá ekki djörfung til að taka við af þeim. Í staðinn dvaldi ég í Flatey. Þau hættu svo heilsárs búskap í Skáleyjum en héldu þó áfram næsta áratuginn að nýta hlunnindin um sumartímann. Eysteinn bróðir minn sem þá var kennari á Flateyri hjálpaði þeim töluvert við þetta. Málin þróuðust síðan þannig á þessu tímabili að við Eysteinn tókum okkur saman og ákváðum að hefja heilsárs búskap í Skáleyjum. Það var árið 1977.“

 

Jói í Skáleyjum er í stóru viðtali í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is