Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2014 06:01

Mastrið á Gufuskálum er ljóslaust

Hæsta mastur Evrópu hefur verið ljóslaust frá því í fyrrasumar. Um er að ræða útvarpsmastrið á Gufuskálum. Það lýsti ávallt með rauðum viðvörunarljósum sem áttu að draga úr hættu á því að flugvélar rækjust á mastrið eða stögin sem halda því uppi. Ljósin gerðu mastrið sömuleiðis að ákveðnu kennileiti í skammdeginu. Heimamenn á utanverðu Snæfellsnesi segja að ljósin hafi farið af mastrinu síðastliðið sumar eða vor og hefur það verið án ljósa síðan. Margir hafa áhyggjur af því að mastrið sé nú myrkvað. Flugvöllurinn í Rifi er þarna skammt frá. Auk þess eru rík fiskimið í nágrenni Snæfellsness og mikil skipaumferð. Ljóslaust mastur gæti því þannig skapað hættu fyrir þyrlur og aðra flugumferð ef kæmi til neyðarástands.

Mastrið á Gufuskálum er 412 metra hátt. Það var upphaflega reist 1963 sem sendimastur fyrir lóran siglingatækjakerfi Breta og Bandaríkjamanna. Það kerfi var síðar aflagt. Ríkisútvarpið eignaðist þá mastrið og hefur notað það síðan 1997 fyrir langbylgjusendingar sínar í hljóðvarpi.

 

„Það fór spennir og tók tíma að panta varahluti erlendis frá. Þeir komu svo í haust. Það hefur hins vegar ekki viðrað í haust og vetur til þess að senda menn upp í mastrið til viðgerða. Ég lít á það sem ábyrgðarhlut að láta viðgerðamenn klifra þarna upp og við viljum ekki gera það nema fyllsta öryggis sé gætt og logn ríki. Slík skilyrði til nógu langs tíma hafa ekki verið fyrir hendi það sem af er vetrar. Þetta er auðvitað óþægileg staða og við höfum verið í nánu sambandi út af því bæði við flugmála- og samgönguyfirvöld. Það verður gert við ljósin um leið og veður gefur okkur færi á því,“ segir Gunnar Örn Guðmundsson deildarstjóri dreifikerfa hjá Ríkisútvarpinu í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is