Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2014 03:01

Íbúar viðri hugmyndir um nýtingu Sementsverksmiðjureitsins

Næstkomandi laugardag, 18. janúar, stendur Akraneskaupstaður fyrir íbúafundi um Sementsverksmiðjureitinn á Akranesi. Á fundinum gefst íbúum Akraness tækifæri að viðra hugmyndir sínar um nýtingu reitsins. Sementsverksmiðjureiturinn er stórt og mikið svæði, alls um sex hektarar að stærð. Í lok síðasta árs var gegngið frá samningum sem veita Akraneskaupstað full yfirrráð yfir stærsta hluta svæðisins og heimild til að vinna framtíðarskipulag fyrir allt svæðið, þótt hluti þess komi ekki til afhendingar fyrr en eftir 15 ár.

 

 

 

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn svæðið mjög mikilvægt fyrir samfélagið og atvinnulífið á Akranesi. „Það er í raun ríkidæmi að eiga þetta svæði. Takmarkið hjá okkur hlýtur að vera að skipuleggja svæðið þannig að það skapi sem mest lífsgæði fyrir bæjarbúa. Það er líka ljóst að við ætlum okkur að hafa tekjur af svæðinu til framtíðar. Þetta tvennt og kannski fleiri þætti þarf að samtvinna í skipulaginu,“ segir Regína. Á umræddum íbúafundi mun Regína kynna samning um Sementsverksmiðjureitinn. Þá munu arkitektar frá Kanon varpa upp hugmyndum um nýtingu reitsins. Regína segir að fulltrúar Kanon arkitektastofu hafi verið fengnir í þessa hugmyndavinnu, gagngert til að opna á umræður á íbúafundinum. „Við tökum það fram að þetta eru hugmyndir og alls ekki tillögur, til þess gerðar að kveikja á og laða fram hugmyndir frá fundargestum. Væntanlega er hægt að hugsa sér allskonar ásýnd og nýtingu svæðisins. En kannski verður svo einhverskonar samhljómur milli hugmynda fólks, hver veit? Við vonumst eftir því að íbúar mæti á fundinn og viðri skoðanir sínar,“ segir Regína.

 

Fundurinn hefst klukkan tíu og að loknum kynningum verða skipaðir vinnuhópar. Áfram verði síðan unnið með niðurstöður þeirra hópa. „Það er mikilvægt að vel takist til við skipulagið og það er alveg ljóst að fleiri íbúafundir verða haldnir um skipulag Sementsverksmiðjureitsins. Ekki liggur fyrir ákvörðun um hvort skipulagið verði síðan sett í samkeppnisferli eða unnið á annan hátt. Við tökum þetta skref til að byrja með,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is