16. janúar. 2014 08:01
Árið 2013 var erilsamt í Arnarstapahöfn. Alls bárust 2.600 tonn af fiski þar á land á árinu. Það er eitt þúsund tonna aukning frá 2012. Þess ber þó að geta að þá var höfnin lokuð í fjóra mánuði, frá ágúst til nóvember, vegna framkvæmda. „Þetta dregur þó ekki úr því að 2013 var mjög gott á Arnarstapa, það fimmta besta mælt í löndunartölum frá 1998,“ segir Björn Arnaldsson hafnarstjóri Snæfellsbæjar.