Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2014 09:01

Æfingar að hefjast á nýrri revíu eftir Bjartmar

Skáldið og bóndinn Bjartmar Hannesson á Norður Reykjum í Hálsasveit hefur ekki setið auðum höndum í frístundum að undanförnu. Nú hefur hann lokið við að semja revía í fullri lengd og mun leikdeild Ungmennafélags Reykdæla hefja æfingar í Logalandi á næstu dögum undir leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Þröstur er reyndar í vikulokin að ljúka við uppfærslu á leikriti hjá nágranna leikfélaginu í Stafholtstungum. Nýja verkið eftir Bjartmar heitir „Ert‘ekki‘að djóka (elskan mín).“ Í því eru 15 söngtextar við ýmis lög og er stefnt að frumsýningu aðra helgina í mars.

„Verkið fjallar um Borgfirðinga í spéspegli, menn og málefni sem hafa verið í umræðunni, sem og ýmislegt sem legið hefur í þagnargildi - fram að þessu,“ segir Bjartmar í samtali við Skessuhorn. „Þetta er svona innanhéraðs kómedía og skrifuð fyrir leikarana í Umf. Reykdæla sem ættu að vera farnir að þekkja mig. Enda er nú að koma til samlesturs og æfinga að stórum hluti sami hópur og stóð að uppfærslu á revíunni „Ekki trúa öllu sem þú heyrir,“ fyrir tveimur árum. Síðarnefnda revían eftir Bjartmar hlaut ágæta dóma og aðsókn og var í hópi tíu mest sóttu áhugaleiksýninga ársins 2012.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is