Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2014 10:28

Þriðjungur fyrirtækja telur aðild að ESB bæti rekstrarumhverfi

Um 33% fyrirtækja á Vesturlandi telur að aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefði jákvæði áhrif á rekstrarumhverfi þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum fyrirtækjakönnunar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem framkvæmd var í nóvember síðastliðnum. Á meðan þriðjungur telur að aðild hefði jákvæð áhrif á reksturinn telja 16% fyrirtækja að aðild hefði neikvæð áhrif. Ríflega helmingur eða 51% er hins vegar á þeirri skoðun að ESB aðild hefði engin áhrif á reksturinn. Að sögn Vífils Karlssonar hagfræðings sem framkvæmdi könnunina hjá SSV, ásamt Einari Þ. Eyjólfssyni, þá kemur niðurstaðan nokkuð á óvart. Sjávarútvegur er fremur stór atvinnugrein í landshlutanum, auk þess sem landbúnaður er stundaður þar víða, en andstaða fyrirtækja í þessum greinum við ESB aðild hefur verið nokkuð áberandi í áraraðir. „Þó ber að slá þann varnagla að þátttaka fyrirtækja í landbúnaði og sjávarútvegi í könnunni var minni en efni stóðu til og hefur það vafalaust áhrif á niðurstöðu könnunarinnar,“ sagði Vífill.

 

 

 

Aðrar niðurstöður vekja einnig athygli. Fyrirtæki sunnan Skarðsheiðar og á Akranesi virðast enn jákvæðari í garð ESB aðildar og sögðu 40% fyrirtækja þar að aðild muni hafa jákvæð áhrif á rekstrarumhverfi sitt. Á meðan telja 13% að aðild hafi neikvæð áhrif. Jákvæð viðhorf eru einnig hjá ríkisfyrirtækjum í landshlutanum. Fyrirtæki í Dölum og á Snæfellsnesi eru aftur á móti mun neikvæðari gagnvart áhrifum aðildar en annars staðar.

 

„Sú jákvæðni sem birtist í könnuninni í garð væntanlegrar áhrifa ESB aðildar verður því einkum rakin til Akranessvæðis. Athyglisvert er að sjá jákvæða afstöðu forsvarsmanna fyrirtækja þar en hún er líkari þeirri afstöðu sem finna má á höfuðborgarsvæðinu fremur en á landsbyggðinni,“ segir Vífill.

Forsvarsmenn tæplega 200 af 900 starfandi fyrirtækjum landshlutans tóku þátt í könnunni, sem telst nokkuð gott svarhlutfall að mati Vífils. Heildarniðurstöður hennar verða kynntar í sérstakri skýrslu sem kemur út á næstunni. Þá munu tölurnar einnig nýtast í aðra gagnavinnu hjá SSV.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is