Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2014 03:58

Standa fyrir stofnfundi Hollvinasamtaka HVE annan laugardag

Fjórir einstaklingar búsettir á Akranesi birtu auglýsingu í Skessuhorni vikunnar þar sem kynnt er stofnun Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Stofnfundurinn verður laugardaginn 25. janúar nk. klukkan 12 í húsnæði HVE á Akranesi. Þrátt fyrir stofnfundarstað eru hollvinasamtökin engu að síður hugsuð fyrir allt starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sem teigir sig um vestan- og norðvestanvert landið á átta starfsstöðum. „Ein mikilvægasta grunnstoð búsetu á Vesturlandi er öflug heilbrigðisþjónusta. Á liðnum áratugum hefur sú þjónusta m.a. verið byggð upp fyrir atorku og með öflugum stuðningi íbúa á starfssvæði HVE. Samstaða íbúa á Vesturlandi um heilbrigðisþjónustu er mikilvæg forsenda þess að verja og efla þessa grunnstoð samfélagsins,“ segir meðal annars í stofnfundarboðinu. Undir það rita Steinunn Sigurðardóttir, Sævar Freyr Þráinsson, Sigríður Eiríksdóttir og Gísli Gíslason.

 

 

 

Að mati fjórmenninganna er mikilvægt að horfa til heilbrigðisstarfsemi á Vesturlandi sem einnar heildar og að hlutverk samtakanna verði m.a. að standa fyrir fjáröflun frá hollvinum og fleirum, kynna starfsemi HVE á opinberum vettvangi og veita starfseminni stuðning með ráðum og dáð. „Þennan hornstein samfélagsins þarf að verja,“ er megin inntak fundarboðsins 25. janúar.

 

Verið í undirbúningi um hríð

Í tvígang hefur ítarlega verið fjallað um væntanlega stofnun Hollvinasamtaka HVE á síðum Skessuhorns. Í vikunni sem leið birtist grein eftir Sigríði Eiríksdóttur á Akranesi þar sem hún hvetur íbúa á Vesturlandi til að taka þátt í stofnfundi hollvinasamtakanna. Þá var í jólablaði Skessuhorns, sem kom út 18. desember sl., ítarlegt viðtal við Steinunni Sigurðardóttur fyrrverandi hjúkrunarforstjóra á Akranesi, en heilbrigðismál eru hennar hjartans mál enda er hún forgöngumaður að stofnun hollvinasamtakanna. Í viðtalinu í desember sagði Steinunn orðrétt:

 

„Heilbrigðismálin eru mitt hjartans mál. Ég hef mikinn áhuga á öllu sem lýtur að skipulagi þeirra til framtíðar. Ég saknaði þess alltaf þegar ég var stjórnandi innan SHA og síðar HVE að það væru engir utanaðkomandi leikmenn sem gengju fram fyrir skjöldu og tækju frumkvæði að því að stofna hollvinasamtök. Þetta væri góð stofnun sem standa bæri vörð um. Mér fannst það ekki mitt hlutverk þegar ég var stjórnandi að gera þetta. Nú þegar ég er hætt að vinna þá vil ég hins vegar fara í þetta. Ég fékk Gísla Gíslason, Sigríði Eiríksdóttur og Sævar Þráinsson með mér og við erum nú að undirbúa stofnun samtakanna. Við erum komin með drög að lögum en erum að velta fyrir okkur stærð svæðisins sem þau myndu ná yfir. Það eru þegar fyrir hendi hollvinasamtök um heilbrigðisþjónustuna á ákveðnum stöðum sem starfsemi HVE nær yfir. Spurningin er hvort við ættum að stofna hollvinasamtök fyrir allt svæðið og fá hina til liðs við okkur, eða hvort menn vilji vera útaf fyrir sig á hverjum stað.

 

Ég fæ alls staðar mjög miklar og sterkar undirtektir þar sem ég hef rætt stofnun hollvinasamtakanna. Ótrúlega stór hópur fólks hefur notið þjónustu á HVE, bæði sjúklingar og aðstandendur. Stofnunin nýtur mikils velvilja. Þetta verða vonandi regnhlífarsamtök einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja. Við sjáum fyrir okkur að hollvinasamtökin gætu aðstoðað stofnunina á ýmsan hátt svo sem í kaupum á stærri tækjum. Ugglaust gætu svona samtök líka látið í sér heyra ef þeim þætti gengið nærri stofnunni,“ sagði Steinunn Sigurðardóttir í viðtali sem Magnús Þór Hafsteinsson blaðamaður tók við hana í desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is