Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2014 03:25

Vilja ekki ýta undir verðbólgu og halda skeifnaverði óbreyttu

Agnar Jónasson hefur ásamt Svölu Jónsdóttur konu sinni rekið Helliskeifur undanfarin sex ár auk þess að halda uppi vaktþjónustu í Stykkishólmi. Þau hjón koma víða við, eru auk þess með fjárbú á Skildi í Helgafellssveit, bera út blöð og sitthvað fleira. Þeirra vinnudagur er því býsna langur. Helluskeifur hvíla á gömlum merg og voru, eins og nafnið bendir til, stofnsettar á Rangárvöllum og fyrirtækið rekið þar til 2008 þegar þau keyptu og fluttu starfsemina í Hólminn. Agnar segir ágætan gang hafa verið í skeifnaframleiðslu og sölu undanfarin ár enda lögðu Íslendingar áherslu á að kaupa íslenskar skeifur eftir hrunið og æ síðan. Helluskeifur hafa um fjórðungs markaðshlutdeild á innlenda skeifnamarkaðinum. Til að mæta kröfum ASÍ, SA og annarra hafa þau Agnar og Svala nú ákveðið að hækka ekki verð á þjónustu Vökustaurs og skeifnaverð.

 

 

 

„Samkvæmt samningum við viðskiptavini Vökustaurs hefðum við getað hækkað verðskrá nú um áramótin um sem nemur hækkun vísitölu launa, en ákveðum að gera það ekki. Skeifurnar koma heldur ekki til með að hækka í verði. Með þessu viljum við leggja okkar lóð á vogarskálina til að sporna við víxlhækkun launa og verðlags,“ sagði Agnar í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is