Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2014 05:00

Lögreglumönnum verður fjölgað um fimm á Vesturlandi

Löggæsla í landinu verður efld á næstu misserum. Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu þverpólitiskrar þingmannanefndar að forgangsröðun varðandi 500 milljóna króna viðbótarframlag til málaflokksins. Helstu áherslur þessa átaks til eflingar löggæslu eru: Að almennum lögreglumönnum á landinu verður fjölgað um 44 á þessu ári, auk þess sem fjölgað hefur verið sérstaklega um átta lögreglumenn til rannsókna skipulagðra glæpa og kynferðisbrota.  Aukið öryggi almennings er lykilatriði í tillögunum þannig að á þessu ári fer aukningin helst til landsbyggðar og þeirra staða sem helst skortir lágmarksmannafla. Búnaður, þjálfun, tækjakostur og endurmenntun lögreglumanna verður bætt sem og aukið eftirlit lögreglu á vegum.

 

 

 

Tillögurnar miða við að lögregluembættin geti strax auglýst lausar stöður og að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars.  Samkvæmt tillögunni mun lögreglumönnum fjölga um fimm á Vesturlandi, tvo á Vestfjörðum, tíu á Norðurlandi, sex á Austurlandi, níu á Suðurlandi og tvo á Suðurnesjum. Þá mun lögreglumönnum fjölga um átta á höfuðborgarsvæðinu og tveir verða ráðnir til embættis ríkislögreglustjóra vegna þjálfunar lögreglumanna. Þess utan munu átta stöðugildi rannsóknarlögreglumanna bætast við á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum af viðbótarframlagi vegna rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi og rannsókna á kynferðisbrotum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is