Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. janúar. 2014 11:09

Skallagrímsmenn á sigurbraut á ný

Lið Skallagríms hafði betur gegn grönnum sínum í Snæfelli í Vesturlandsslagnum í kvöld í Stykkishólmi þegar liðin áttust við í Dominos deild karla í körfubolta. Borgnesingar mættu einbeittir til leiks og leiddu nær allan leikinn. Hólmarar áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og höfðu fá svör við öflugum leik gestana. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 18:30 fyrir Skallagrímsmenn sem leiddu einnig í hálfleik 41:52. Þriðji leikhlutinn reyndist heimamönnum erfiður og munaði um minna að þeir misstu Travis Cohn III útaf með fimm villur. Borgnesingar voru yfir þegar lokaleikhlutinn hófst 58:76 en Hólmarar náðu forskotinu niður í 81:89 með snörpu áhlaupi í leikhlutanum. Gestirnir héldu þó velli, snéru vörn í sókn á lokametrunum og lönduðu kærkomnum sigri, þeim fyrsta síðan í nóvember. Lokastaðan 84:98.

 

 


 

Benjamin Curtis Smith átti annan stórleikin í röð í liði Borgnesinga og skoraði hvorki meira en minna en 49 stig. Páll Axel Vilbergsson átti einnig afbragðsleik og skoraði 30 stig. Í liði Snæfells var Sigurður Þorvaldsson stigahæstur með 26 stig en á eftir honum komu Travis Cohn III, Sveinn Davíðsson, Pálmi Sigurgeirsson og Kristján Andrésson allir með 11 stig.


Sjá nánari tölfræði leiksins hér.


Með sigrinum lyftu Skallagrímsmenn sér upp úr fallsæti og eru nú í 10. sæti deildarinnar með 6 stig. Snæfell situr aftur á móti sem fastast í 8. sæti með 10 stig.

 

Nánar verður fjallað um leikinn í næsta tölublaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is