Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2014 09:41

Sérfræðingar telja Okið vart standa lengur undir nafni sem jökull

Einn minnsti jökull landsins er dyngjan Ok sem liggur upp af Borgafjarðardölum í um 1200 metra hæð yfir sjó. Í sögubókum hefur Ok um áratugaskeið verið skráð sem einn minnsti jökull landsins. En nú er svo komið að Okið getur vart talist til jökla lengur. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Odd Sigurðsson jöklafræðing. Hann bendir á að flatarmál sjálfs jökulsins sé um 0,7 ferkílómetrar og hafi hann hopað hratt síðustu öld. Til samanburðar nefnir Oddur að flatarmál Oksins árið 1890 hafi verið 16 ferkílómetrar, eða 22. sinnum stærra en það er nú. Þegar jökullinn er að verða þetta lítill að flatarmáli missir hann þá eiginleika sem einkenna jökla sem t.d. er að skríða fram undan eigin þunga og mynda sprungur með tilheyrandi vatnsgangi í leysingum. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur segir að til standi að mæla jökulinn nákvæmlega næsta sumar. Gera má ráð fyrir að þá geti jöklafræðingar ákveðið hvort formlegt dánarvottorðs Oksins sem jökuls verði gefið út, eða ekki.

 

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is