Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2014 01:17

Garðyrkjubændur óttast skekkta samkeppnisstöðu í boði stjórnvalda

„Garðyrkjubændur gera þá kröfu nú að þeir sitji við sama borð og samkeppnisaðilar. Að fá að takast á við samkeppnina á jafnréttisgrundvelli og að kjör verði þau sömu og verið er að bjóða nýjum aðilum,“ segir í niðurlagi greinar sem Bjarni Jónsson hefur skrifað á vef Landssambands garðyrkjubænda. Forsagan tengist risagróðurhúsi sem stefnt er að reist verði í Grindavík síðar á þessu ári.  Þar er stefnt að byggingu 150.000 m2 gróðurhúss sem rekið verður af hollenska fyrirtækinu EsBro. Áætlað er að 120 muni starfa við framleiðslu grænmetis í húsunum. Samband garðyrkjubænda  segir að nú líti út fyrir að stjórnvöld ætli að stuðla að skekktri samkeppnisstöðu framleiðenda. „EsBro mun tengjast orkuveri [í Grindavík] beint og sleppa því við 60% af rafmagnskostnaði þar sem ekki þarf að borga dreifikostnað rafmagns við slíkar tengingar. Með breytingum á orkulögum á undanförnum árum var opnað fyrir þann möguleika að tengjast beint við framleiðslufyrirtæki orkunnar,“ segir Bjarni.

 

 

 

Hann segir að íslenskir garðyrkjubændur hafi ekki slíkan valkost þar sem ekkert af fyrirtækjum í garðyrkju standi það nærri orkuveri að völ sé á slíkum samningum enda var slíkt ekki í boði á þeim tíma sem þau hófu ræktun. „Það hefur ekki farið framhjá mörgum að barátta garðyrkjubænda á undanförnum áratug hefur beinst að of háum kostnaði við dreifingu rafmagns. Fyrir 8-10 árum síðan var dreifikostnaður 35-40% af heildar raforkukostnaði garðyrkjunnar. RARIK hefur séð til þess að þessi hlutföll hafa breyst verulega og er nú svo komið að 60% af kostnaði er dreifikostnaður.“

 

Loks hefur Bjarni Jónsson áhyggjur af því að auk skekktrar samkeppnisstöðu fari framleiðslan úr gróðurhúsunum í Grindavík á innlendan markað.  „Þrátt fyrir loforð um að framleiðsla risa gróðurhúss í Grindavík fari einungis til útflutnings, er ekki hægt að útiloka að hún fari einnig á innanlandsmarkað. Þá blasir sú einfalda staðreynd við að innlend framleiðsla stendur höllum fæti og allt vegna skekktrar samkeppnisstöðu og mismunun.“ Slíkt hefði veruleg áhrif á byggðir þar sem garðyrkjan hefur byggst upp á undanförnum áratugum og er grunnur atvinnuþátttöku og skatttekna sveitarfélaganna. Nefnir Bjarni Flúðir í Hrunamannahreppi auk Reykholts og Laugaráss í Bláskógarbyggð. Auk þess er talsverð garðyrkja í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem garðyrkjubændur hafa einmitt glímt við hátt raforkuverð undanfarin ár. „Hættan er sú að starfsemi núverandi garðyrkjustöðva leggist af að stórum hluta og tugir ef ekki hundruðir missi atvinnuna. Tekjur sveitafélaganna minnka töluvert og hætta er á að fólki fækki á þessum stöðum en það gæti leitt til þess að skólahald og önnur félagsleg þjónusta breytist í grundvallar atriðum,“ segir Bjarni Jónsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is