Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. janúar. 2014 01:54

Bygging gistirýmis fyrirhugað í Fossatúni

Ferðaþjónustan í Fossatúni í Borgarfirði hyggur á framkvæmdir á árinu sem miða að því að bæta og auka við gistiaðstöðuna á staðnum. Að sögn Steinars Berg Ísleifssonar framkvæmdastjóra er stefnt að því að byggja fjögur sérhönnuð gistirými við veitingahúsið í Fossatúni. Gistihúsin bætast við rúmt og gott tjaldstæði Fossatúns auk fjögurra herbergja sumarhúss sem hefur verið til útleigu. „Í fyrstu lotu sem stendur til að ljúka í vor er stefnt að því að taka þrjú húsanna í notkun með samtals tólf rúmgóðum svefnherbergjum – fjögur herbergi í hverri einingu öll með baði. Um er að ræða átta tveggja manna herbergi og fjögur aðeins stærri, með svefnaðstöðu fyrir 3-4 gesti, auk aðstöðu fyrir starfsmenn, þvotta og geymslu,“ segir Steinar Berg. Áform ferðaþjónustunnar í Fossatúni er sem stendur í deiliskipulagsferli hjá Borgarbyggð og er búist við að þeirri vinnu ljúki í byrjun febrúar. Framkvæmdir færu þá af stað í framhaldinu.

„Þá erum við einnig með áform um að bora eftir heitu vatni í landinu okkar. Tilraunaboranir hafa verið gerðar og er útkoman frekar jákvæð. Spennandi möguleikar bjóðast ef áformin ganga eftir, t.d. opnun Tröllabaða. Það er hugmynd sem snýst um að þróa þá ágætu aðstöðu sem fyrir er með nýjum uppbyggðum náttúrlegum laugum.“

 

Norðurljósin vinsæl

Steinar Berg segir ýmislegt hafa verið í gangi í Fossatúni í vetur. „Við höfum til dæmis fengið fjölda erlendra gesta sem hingað hafa komið til að fanga norðurljósin. Frá því í haust höfum við tekið á móti 6000-7000 manns í þessum tilgangi. Vegna miðlægrar staðsetningar eru góðar aðstæður í Fossatúni til að sjá norðurljósin og ef gengið er upp á Stekkjarás - ásinn við veitingahúsið - er víðsýnt til allra átta yfir Borgarfjörð og miklu lengra. Aðstaðan hjá okkur nýtist vel fyrir svona hópa, þar sem við höfum öfluga salernisaðstöðu í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins. Hóparnir sem koma er á bilinu 300-500 manns en hafa farið upp í að vera yfir 900. Við tökum á móti fólki með kaffi, kakói og öðrum drykkjarföngum svo og kökum og léttum réttum. Á meðan lýsum við upp Tröllafossa, sýnum myndbandið okkar Hljómfagra Ísland og spilum tónlist úr vínylplötusafni staðarins. Auk þess hefur gengið vel að selja tröllabækurnar mínar, sem fást á fjórum tungumálum, og gestirnir verða uppnumdir þegar þeim býðst að hitta og láta rithöfundinn árita bækrunar. Svo finnst fólki auðvitað kostur að slappa af við góðar aðstæður og vera í beinu netsambandi við fjölskyldu og vini og deila upplifunni,“ bætir Steinar Berg við. Hann segir ferðaþjónustuna vinna með fyrirtækinu Allrahanda í þessum norðurljósaferðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is