Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2014 09:01

Snæfellsbær tekur ekki undir málaleitan um sameiningarviðræður

Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps á Snæfellsnesi óskaði bréflega á miðri jólaföstunni eftir viðræðum um hugsanlega sameiningu við sveitarstjórnir Helgafellssveitar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar. Í erindinu frá Eyja- og Miklaholtshreppi er óskað eftir þátttöku í fýsileikakönnun um sameiningu sveitarfélaganna fimm á Snæfellnesi og framhaldið metið í ljósi þeirrar niðurstöðu. Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti erindið samdægurs. Bæjarstjórn Grundarfjarðar svaraði því á fundi nokkrum dögum síðar, þar sem samþykkt var samhljóða að farið verði í fýsileikakönnun um sameiningu sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi að því gefnu að öll sveitarfélögin samþykki þátttöku í könnuninni. Meirihluti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar synjaði hinsvegar erindinu síðastliðinn fimmtudag. Fyrir lá velvilji frá hreppsnefnd Helgafellssveitar fyrir þátttöku í sameiningarviðræðum.

 

 

 

Guðbjartur Gunnarsson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps sagði í samtali við Skessuhorn að synjun meirihluta bæjarstjórnar Snæfellsbæjar og skilyrt svar bæjarstjórnar Grundarfjarðar þýddi að væntanlega yrði ekkert úr sameiningarviðræðum. „Ég óttaðist að tíminn yrði of skammur þar sem komið væri of nálægt kosningum. Það kemur mér ekki á óvart að baklandið fyrir sameiningu sé ekki til staðar í Snæfellsbæ,“ sagði Guðbjartur á Hjarðarfelli. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar Snæfellsbæjar frá fundinum sl. fimmtudag segir: „Við fulltrúar D-listans í bæjarstjórn Snæfellsbæjar teljum ekki tímabært að hefja viðræður um sameiningu allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Ákvörðun okkar byggjum við á þeirri tilfinningu okkar að fyrir slíkri ákvörðun sé ekki almennur vilji hjá íbúum Snæfellsbæjar. Hins vegar teljum við rétt hjá þeim sveitarstjórnarmönnum sem telja slíkar viðræður skynsamlegar að hefja þá vegferð sem fyrst og láta ekki afstöðu Snæfellsbæjar trufla sig í vinnu við frekari sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi,“ segir meirihlutinn í bókun á fundinum. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Snæfellsbæjar eru annarrar skoðunar en meirihlutinn um að fara ekki í fýsileikakönnun um sameiningu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. „Og hefðum talið eðlilegt að Snæfellsbær yrði með í frekari þreifingum um sameiningu sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi,“ segir í bókun J-listans í Snæfellsbæ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is