Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. janúar. 2014 06:01

Ætla að grípa til aðgerða til að draga úr plastpokanotkun

Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að ákveðið hafi verið að hefja vinnu við breytingar á evrópulöggjöf til að taka á þeim vanda sem skapast hefur vegna mikillar plastpokanotkunar í álfunni. Breytingarnar, sem falla undir EES-samninginn og koma því til framkvæmdar hér á landi, miða að því að Evrópuþjóðir grípi til aðgerða til að draga úr plastpokanotkun í hverju landi fyrir sig. Ríki geta valið mismunandi leiðir að þessu markmiði, svo sem að leggja á gjöld vegna notkunarinnar, að setja sérstök landsmarkmið um samdrátt í plastpokanotkun eða í einhverjum tilfellum bann. Þá segir að léttir plastpokar séu iðulega notaðir einu sinni en geta dagað uppi í náttúrunni og umhverfinu í hundruð ára, oft í formi örsmárra plastagna sem geta verið skaðleg, ekki síst fyrir lífríki hafsins. Talið er að árlega endi átta milljarðar plastpoka í ruslinu í Evrópu.

 

 

 

Þegar hafa nokkur ríki Evrópu náð umtalsverðum árangri í að draga úr plastpokanotkun og er talið að ef önnur ríki færu að ráði þeirra væri hægt að draga úr heildarnotkun plastpoka í ríkjum Evrópusambandsins um allt að 80%. „Gert er ráð fyrir að breytingarnar muni lúta að tilskipun Evrópusambandsins um umbúðir og umbúðaúrgang, sem Ísland hefur innleitt vegna EES samningsins. Þannig muni ríkjum til að byrja með verða skylt að grípa til aðgerða í því skyni að draga úr notkun á plastpokum sem eru þynnri en 50 míkron. Slíkir pokar eru sjaldnar endurnýttir en aðrir plastpokar og enda því iðulega fljótt sem úrgangur. Slíkar aðgerðir geta falið í sér hagræn stjórntæki, svo sem gjöld, opinber markmið um samdrátt í notkun plastpoka og takmarkanir á markaðssetningu plastpoka. Vinnan við breytingarnar er sett af stað í kjölfar umfangsmikils samráðs sem haft var við almenning um málið en í því  kom fram ríkur vilji til að gripið yrði til aðgerða til að stemma stigu við plastpokavandanum. Í Landsáætlun um úrgang 2013 – 2024, sem umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út í fyrra, er gert ráð fyrir að gripið verði til aðgerða til þess að draga úr notkun á plastpokum hér á landi,“ segir að endingu í frétt frá ráðuneytinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is