Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2014 02:01

Yfirlýsing frá lögreglustjóranum á Akranesi vegna ummæla í Kastljósþætti

„Í umfjöllun sjónvarpsþáttarins Kastljóss í gær komu fram ávirðingar á rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi. Ranglega var tilgreint að lögreglumenn á Akranesi hafi ekki sérþekkingu á rannsóknum kynferðisbrota eða kynferðisbrotum gegn fötluðum,“ segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Akranesi í gær, laugardag. „Hið rétta er að lögreglumenn hjá rannsóknardeildinni á Akranesi hafa mikla þekkingu og reynslu á rannsóknum kynferðisbrota. Í rannsóknardeildinni starfa þrír rannsóknarlögreglumenn með mikla reynslu og þekkingu á rannsóknum kynferðisbrota og tveir þeirra sinntu rannsókn umrædds máls. Yfirmaður rannsóknardeildarinnar hefur rúmlega 30 ára reynslu af rannsóknum mála. Lögreglustjórinn á Akranesi getur ekki tjáð sig um rannsóknir einstakra mála. Almennt hefur ríkissaksóknari ekki haft uppi athugasemdir við rannsóknir mála hjá embættinu.  Ummæli viðmælanda Kastljóss um reynslu- og þekkingarleysi rannsóknarlögreglumanna við embættið eiga ekki við rök að styðjast og eru litin alvarlegum augum því þau draga úr öryggistilfinningu borgaranna á Vesturlandi að ástæðulausu. Lögreglustjórinn á Akranesi brýnir fjölmiðla að fara rétt með í einu og öllu í viðkvæmum málaflokkum sem þessum.“

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is