Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. desember. 2004 12:23

Miltisbrandur skýtur upp kollinum

Á fimmtudag í síðustu viku voru hræ af fjórum hrossum á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd brennd að viðhöfðum miklum varúðarráðstöfunum en þau höfðu greinst með hinn bráðsmitandi Miltisbrands bakteríusjúkdóm. Miltisbrandur er bráður og oftast banvænn bakteríusjúkdómur sem öll dýr með heitt blóð geta tekið og er hann algengur í grasbítum og sérlega skæður í ljósi þess að gró hans geta lifað í jarðvegi í áratugi og jafnvel aldir. Oftast kemur sjúkdómurinn upp í tengslum við jarðrask og er talið, þó það sé ekki sannað, að hann hafi skotið upp kollinum á Vatnsleysuströnd vegna landbrots við ströndina.

Skepnur smitast af sjúkdómnum við að drekka mengað vatn, bíta mengað gras eða við að éta mengað kjöt- og eða beinamjöl. Meðgöngutími sjúkdómsins er 1–3 sólarhringar, sauðfé og nautgripir drepast oft skyndilega án þess að hafa sýnt einkenni um sjúkdóm, hross drepast oftast 2- 3 dögum eftir að fyrstu einkenni sjást.

Sjúkdómurinn kom fyrst upp hér á landi á Skarði á Skarðsströnd árið 1865 og er talinn hafa borist til landsins með sýktum húðum. Miltisbrandur greindist síðast á Íslandi fyrir um 40 árum síðan, en þar áður hafði hann síðast greinst í Hafnarfirði árið 1942 í Reykholtsdal árin 1935 og 1952 og í Ölfusi 1965. Hér á Vesturlandi hafði sjúkdómurinn áður komið upp á nokkrum stöðum í Borgarfirði og í Dölum. Mörg dæmi eru rakin til þess hér á árum áður að menn hafi látist úr sjúkdómnum og yfirleitt ef óvarlega hefur verið farið með skepnur sem sýkst höfðu.

Einkenni Miltisbrands í fólki ráðast að nokkru af því hvernig smitið berst. Sýkillinn berst á þrjá vegu inn í líkamann: Gegnum rofna húð með sýkingu í húð, gegnum meltingarveg með sýktri fæðu sem leiðir til meltingarfærasýkinga og um öndunarfæri sem veldur sýkingu í lungum. Bakterían berst í eitilvef og þaðan út í blóð. Lungnasýkingin er alvarlegasta sjúkdómsmyndin. Húðsýkingin er langalgengast sjúkdómsmyndin meðal manna en hún er jafnframt mildasta formið og leiðir til dauða í 10-20% tilvika ef hún er ekki meðhöndluð. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is