Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2014 06:01

Saga Veru Hertzsch í Snorrastofu

Viðburðir Snorrastofu hefjast á nýju ári með fyrirlestrum í héraði  í kvöld, þriðjudaginn 21. janúar kl. 20:30. Þar fjallar Jón Ólafsson um bókina Appelsínur frá Abkasíu, sem kom út fyrir rúmu ári. Saga aðalpersónunnar, Veru Hertzsch, er rakin á grundvelli æviminninga fanga sem voru með henni í fangabúðum en unnið var úr rússneskum og sovéskum heimildum um hana og konurnar sem deildu sömu örlögum á tímum hreinsana Stalínstímans. Þá er fjallað stuttlega um Gúlagið almennt og hliðstæður þess í Rússlandi í dag. Vera Hertzsch tengdist á sínum tíma Íslandi, en hún var barnsmóðir Benjamíns Eiríkssonar og átti í samskiptum við Íslendinga, sem dvöldu í Sovétríkjunum í lengri eða skemmri tíma, meðal annarra Halldór Laxness.

Jón Ólafsson, sem er doktor og prófessor í heimspeki, starfar nú við Háskólann á Bifröst. Fyrir utan rannsóknir sínar hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í háskólasamfélaginu og var m.a. stjórnarformaður Snorrastofu árin 2006-2012. Kaffiveitingar verða í boði samkvæmt venju og er aðgangseyrir kr. 500.

 

 

 

Ýmsir viðburðir á döfinni

Á komandi misseri kennir þessu til viðbótar ýmissa grasa á viðburðaskrá Snorrastofu, sem vert er að minna á. Þar má nefna dagskrá laugardaginn 22. febrúar um alþjóðlegar rannsóknir á Gilsbakka og í Surtshelli þar sem margir fræðimenn koma saman og varpa ljósi á niðurstöður og ferli rannsóknanna. Fyrirlestrar í héraði fjalla um áhugaverða þætti í sögu og mannlífi Borgarfjarðar. Alma Ómarsdóttir hefur rannsakað aðstæður stúlknanna, sem vistaðar voru á Kleppjárnsreykjum á Heimsstyrjaldarárunum síðari og flytur fyrirlestur um þær þann 11. mars næstkomandi. Þá er ekki síður áhugaverður þáttur Þorsteins Jónssonar bónda á Úlfsstöðum en um hann fjalla Sveinn Víkingur, Ragnhildur Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson í fyrirlestri þriðjudaginn 8. apríl.  Síðasti fyrirlestur vetrarins verður 6. maí í höndum Guðrúnar Jónsdóttur forstöðumanns Safnahússins í Borgarnesi. Þar segir frá gamla sveitasamfélaginu í bókum Guðrúnar frá Lundi og Indriða G. Þorsteinssonar, Dalalífi og Landi og sonum.

 

Auk þessa ber að geta kvöldstunda í bókhlöðunni, Prjóna-bóka-kaffisins, sem er hálfsmánaðarlega á fimmtudagskvöldum og námskeiðs í samvinnu við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Landnámssetur um tengsl Fóstbræðra sögu og Gerplu, sem er einu sinni í mánuði til vors. Snorrastofa hvetur íbúa héraðsins til að nýta sér góðar og gefandi stundir sem framundan eru og fagnar því um leið, hve margir hafa reynst stofnuninni vel við að auðga starf hennar í þessa veru. Allar upplýsingar um viðburði stofnunarinnar eru birtar á heimasíðu hennar, snorrastofa.is.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is