Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2014 11:20

Síldin auðgar mjög fugla- og sjávarspendýralíf við Snæfellsnes

Gríðarmikið fuglalíf er nú við norðanvert Snæfellsnes eins og undanfarna vetur. Síldargöngur á svæðinu eru minni en í fyrravetur. Síldin dregur samt að sér tugþúsundir fugla og fjölmörg sjávarspendýr, sem bjóða upp á tilkomumikla sýningu dag hvern.

 

Nýlega lauk árlegri talningu á vetrarfuglum, sem fram fer um hver áramót. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um talninguna á landsvísu en Náttúrustofa Vesturlands tekur nú eins og áður virkan þátt í talningunni og gerir upp niðurstöðurnar fyrir norðanvert Snæfellsnes. Nú var talið á sömu 14 svæðum og í fyrra. Þau eru frá Hellissandi í vestri til Álftafjarðar í austri. Talningarfólk sá 40.386 fugla af 38 tegundum og skráði auk þess 162 sjávarspendýr af fjórum tegundum.

Síld hefur gengið inn á Breiðafjörð árlega frá 2006. Það hefur haft mikil áhrif á fuglalífið sem hefur verið óvenjulega auðugt síðustu vetur, sérstaklega í Kolgrafafirði og nágrenni. Svo er enn. Fjöldi fugla í talningunni var langmestur þar.

 

Fuglalíf í þessari talningu var mjög ríkulegt miðað við meðalár. Heildarfjöldi tegunda (38) var svipaður og síðustu tvö ár.

 

Óvenjulega mikið sást af sjávarspendýrum; 17 háhyrningar sáust í Grundarfirði og 45 á utanverðum Kolgrafafirði og margir útselir (42) og landselir (43), sérstaklega í Kolgrafafirði. Þá sáust um 15 hnýðingar innan brúar í Kolgrafafirði.

 

Máfar (7 tegundir), súlur og æðarfugl voru um 86% af öllum fuglum. Þúsundir súlna stungu sér án afláts á eftir síld í Kolgrafafirði. Þúsundir svartbaka og hvítmáfa voru líflegir við fæðunám. Þá var óvenjumikið um toppskarfa. Samtals sáust hvorki meira né minna en 32 ernir. Þar af voru 20 við Kolgrafafjörð og Hraunsfjörð.

 

Talningarfólk var: Árni Ásgeirsson, Daníel Bergmann, Helgi Guðjónsson, Jón Einar Jónsson, Lúðvík Smárason, Róbert A. Stefánsson, Skúli Alexandersson, Smári Lúðvíksson, Sæmundur Kristjánsson, Sævar Friðþjófsson, Thomas Holm Carlsen, Véný Viðarsdóttir og Viðar Gylfason.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is