Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2014 06:00

Segir vannýttar gersemar á Akranesi

Hilmar Sigvaldason er einn af þeim einstaklingum sem sýnt hefur frumkvæði og reynt að bæta ferðaþjónustu á Akranesi. Hann er gjarnan kallaður „vitavörður“ á Skaganum enda forgöngumaður að opnun vitans á Breið og hefur unnið óeigingjarnt starf þar ásamt öðrum félögum í Vitanum, áhugaljósmyndafélaginu á Akranesi.

Hann sér tækifæri víða og vill að meira verði gert fyrir ferðamenn á Akranesi. „Þessi hlutur með vitann er dæmi um að einstaklingur ræðst í verkefni og enginn veit hvað úr verður. En ef það er hægt að byggja upp í kringum þetta, þá er það líka hægt í kringum annað hérna á svæðinu. Það vantar meira, það þarf að byggja upp meiri ferðaþjónustu hérna,“ segir hann.

 

Hilmar hefur margar hugmyndir um hvað hægt er að gera á svæðinu. „Ég myndi vilja sjá Byggðasafnið blómstra miklu meira en það gerir í dag. Við erum með eitt flottasta byggðasafn á öllu landinu. Það eru þvílíkar gersemar þarna en þær eru bara ekki nýttar nógu mikið. Svo er það Langisandurinn, svæðið þar í kring og jafnvel sjósundið. Það mætti markaðssetja þetta allt betur og bjóða ferðamönnum hingað til að njóta þessara hluta. Lambhúsasundið væri til dæmis fínasta aðstaða fyrir seglskútur og kajaka svo dæmi séu nefnd,. Ég sé líka tækifæri í því að fá tónlistarfólk hingað í heimsókn. Ef ég ætti að veita leiðsögn fyrir tónlistarmenn hér myndi ég til dæmis vilja kynna þeim kirkjuna, Tónberg, Akranesvita, Höllina og Vinaminni. Þetta eru allt staðir þar sem er frábært að halda tónleika,“ útskýrir hann.

 

„Mér finnst Akurnesingar ekki nógu áræðnir. Þeir þurfa bara að vera áræðnari í að framkvæma hlutina. Við höfum markaðinn hérna alveg við hliðina á okkur. Sjáðu til dæmis staði eins og Ísafjörð, Siglufjörð og Húsavík. Þangað fer fullt af fólki í gegn. Það eru til að mynda sex veitingahús á Húsavík. Hér eru einungis fjögur og þá er ég að telja kaffihúsin með. Það væri sniðugt að einbeita sér að því hráefni sem unnið er hérna á staðnum og í nærumhverfinu.“

 

Lesa má ítarlegt viðtal við eldhugann Hilmar Sigvaldason í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is