Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2014 08:00

Hætti á frystitogaranum og fór í olíuiðnaðinn

Hrannar Einarsson er 32 ára gamall vélstjóri frá Akranesi. Í maí á síðasta ári hóf hann störf á stórum norskum dráttarbát sem er aðstoðarskip í olíuiðnaðinum, til þessa einkum í Norðursjó og við strendur Noregs. Starfið er vel launað og allur aðbúnaður til fyrirmyndar. Áður var Hrannar vélstjóri á frystitogaranum Höfrungi III AK 250. Með markvissri vinnu aflaði hann sér alþjóðlegra réttinda til að starfa erlendis. Hrannar braust þannig út úr því að hafa einvörðungu réttindi til að starfa á skipum undir íslenskum fána. Allur heimurinn er hans vettvangur í dag.  

 

Við hittum Hrannar á heimili hans á Akranesi. Starfsfyrirkomulagið á dráttarbátnum er þannig að þar eru tvær áhafnir sem skiptast á um að vera með skipið einn mánuð í senn. Hrannar var þannig á sjó í desember en á nú janúar í fríi á fullum launum. Hann býr á Akranesi og flýgur einfaldlega til og frá skipi sínu í og úr fríum, þaðan og þangað sem það er staðsett hverju sinni.

 

Hrannar segist vilja ráðleggja þeim sem hafi áhuga á svona störfum að afla sér alþjóðlegu réttindanna í frítíma sínum á íslensku fiskiskipunum, og koma umsóknum í umferð eins og hann gerði. Skipsrúm í íslenska fiskiskipaflotanum geti verið hverful. Nýleg dæmi sanni að það sem allir héldu að væri örugg pláss séu það alls ekki. „Það er svo miklu erfiðara að fara í að reyna að afla alþjóðlegu réttindanna ef þú er orðinn atvinnulaus eins og við sáum að henti rúmlega 100 íslenska frystitogarasjómenn nú í desember. Auk þess getur það tekið langan tíma að fá skipspláss erlendis.“

 

Þessi ungi vélstjóri af Skaganum segist mjög ánægður með starfið á norska dráttarbátnum. „Launin eru góð. Ég er á föstum tekjum og fæ útborgað í hverjum mánuði alveg sama hvort ég er á sjó eða hér heima. Um borð er gert ráð fyrir að ég vinni 12 tíma á dag. Í raun er það bara þannig þegar skipið er á sjó og við göngum vaktir. Þegar við liggjum í höfn sláum við vaktirnar af. Vinnum bara dagvinnu og höfum yfirleitt frí á sunnudögum. Það er nóg að gera um borð. Viðhaldið á öllum búnaði er afar gott. Því er alltaf ýmislegt sem þarf að sinna. Manni leiðist aldrei.“

 

Hann fer aftur út í byrjun febrúar. Eftir mánaðar frí heima á Akranesi flýgur hann á Saga Class farrými út til Kaupmannahafnar og þaðan til Aberdeen. Þar mun „Stril Challenger“ og ævintýri næstu fjögurra vikna bíða Hrannars Einarssonar og 13 félaga hans.

 

Í Skessuhorni sem kom út í dag má lesa ítarlegt viðtal við Hrannar þar sem hann lýsir því hvernig hann fór að því að afla sér réttinda og skipsrúms í norska olíuiðnaðinum. Blaðið fæst í áskrift og lausasölu á Vesturlandi og hjá N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is