Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2014 09:19

Slæm staða dvalarheimila á Vesturlandi

Rekstrarvandi hrjáir flest dvalarheimili aldraðra á Vesturlandi og eru þau flest rekin með tapi. Rekstrartapið er mest hjá Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi en það hefur numið um 200 milljónum á síðustu tveimur árum. Brákarhlíð í Borgarbyggð, Silfurtún í Dölum og Jaðar í Snæfellsbæ glíma einnig við taprekstur.  

 

Reksturinn er í jafnvægi hjá Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi, Fellaskjóli í Grundarfirði og Barmahlíð á Reykhólum en ekkert má út af bera. Í Stykkishólmi er húsakostur þó algerlega úreltur þar sem íbúar búa flestir við mikil þrengsli og verða að deila salernum. Ekki hefur fengist fjármagn til úrbóta.

Dvalarheimilin hafa hagrætt eftir megni í rekstri sínum og reynt að spara eins og hægt er. Nú er svo komið að forstöðumenn þeirra segja að ekki verði gengið lengra. Kallað er eftir því að daggjöld hækki um minnst 15% ef ekki eigi illa að fara. Alls bíða tæplega 40 manns eftir komast í vist á heimilunum sem alls hafa hjúkrunar- og dvalarrými fyrir 204 íbúa.

 

Skessuhorn birtir í blaðinu sem kemur út í dag, úttekt á dvalarheimilismálum aldraðra á Vesturlandi. Auk þess er rætt sérstaklega við forstöðumenn dvalarheimilanna á Akranesi og í Stykkishólmi vegna vanda þeirra. Blaðið fæst í áskrift en einnig í lausasölu víða á Vesturlandi og hjá N1 á Ártúnshöfða í Reykjavík.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is