Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. janúar. 2014 11:00

Stefán Bjarnason fyrrverandi yfirlögregluþjón á Akranesi þakkar fimleikunum hvað hann er í dag - 97 ára gamall

Kveikja að viðtölum í Skessuhorn getur verið af ýmsum tilefnum. Stundum meira að segja út af litlu eins og lítilli mynd eða jafnvel gamalli nótu eða reikningi. Þannig var það þegar ákveðið var að hitta að máli Stefán Bjarnason fyrrverandi yfirlögregluþjón á Akranesi, sem nú dvelur í hárri elli á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Það var reikningur sem fannst nýlega sem Stefán kvittaði undir fyrir hönd lögreglunnar á Akranesi. 

 Reikningurinn sem fannst var í gögnum frá Axel Sveinbjörnssyni kaupmanni í Axelsbúð á Akranesi. Hann var gerður vegna eins af mörgum fjáröflunardansleikjum sem haldnir voru í samkomuhúsinu Bárunni á sínum tíma til styrktar byggingu Bjarnalaugar.

 

„Við fengum engar aukavaktir borgaðar á þessum tíma og þarna hef ég verið að kvitta fyrir gæslunni sem við tókum að okkur í lögreglunni,“ segir Stefán.

 

Hann kom til starfa í lögreglunni á Akranesi sumarið 1941 um þær mundir er bygging Bjarnalaugar hófst en hún var vígð formlega á sjómannadaginn 4. júní 1944. Aðspurður segist Stefán að sjálfsögðu muna mjög vel eftir byggingu Bjarnalaugar en komið þar lítið að máli sjálfur.

 

„Það voru sjómenn og ýmiss félagasamtök sem lögðu drjúgt af mörkum við byggingu laugarinnar. Ég vann hins vegar ásamt mörgum í sjálfboðavinnu við byggingu íþróttahússins við Laugabraut um svipað leyti, enda var ég mikill áhugamaður um fimleika og aðrar íþróttir. Meðan ég dvaldi í Reykjavík um tíma á unglingsárum æfði ég bæði fimleika og hnefaleika með KR. Keppti meira að segja á einu Íslandsmóti í hnefaleikum.“ 

 

Lesa má ítarlegt og bráðskemmtilegt viðtal við Stefán Bjarnason fyrrum lögreglumann á Akranesi til áratuga í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is