Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2014 10:01

Skynsamlegra að læra pólskuna

Betri er krókur en kelda segir máltækið og kemur það fljótt upp í hugann þegar rætt er við verkstjórana Birgi Andrésson og Guðmund Smára Valsson hjá Loftorku í Borgarnesi. Báðir eru nefnilega orðnir góðir kunnáttumenn í pólsku eftir störf sín hjá fyrirtækinu í áraraðir. Þeir byrjuðu að tileinka sér tungumálið í kjölfar þess að pólskum starfsmönnum Loftorku tók að fjölga á árunum fyrir bankahrun 2008. Það hafa þeir síðan lært ágætlega eftir samskipti sín við pólska samstarfsmenn svo eftir því hefur verið tekið. Blaðamaður Skessuhorns hitti þá Birgi og Smára í síðustu viku og fræddist meira um málið.

Einkennileg staða

Birgir og Smári hafa starfað til langs tíma hjá Loftorku og hafa upplifað tímana tvenna hjá fyrirtækinu. Smári hefur starfað þar síðan 1988 en Birgir meira og minna síðan 1995. Áður en langt um leið voru báðir orðnir verkstjórar í einingaframleiðslu fyrirtækisins í höfuðstöðvum þess að Engjaási og því komnir með ábyrgð og mannaforráð á sínar herðar. Sem verkstjórar fylgdust þeir með fjölgun verkefna á þensluskeiðinu mikla upp úr 2004 og um leið fjölgun starfsfólks – sem þá varð í meira mæli af erlendu bergi brotnu. Meirihluti nýja starfsfólksins kom frá Póllandi og einn góðan veðurdag var svo komið að allir starfsmenn í kúluplötudeildinni sem þeir stýrðu árið 2005 voru erlendir.

 

Sjá nánar nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is