Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2014 11:01

Besta ákvörðunin að flytja á Skagann

Guðríður Haraldsdóttir, eða Gurrí eins og hún er jafnan kölluð, hefur komið víða við í fjölmiðlum landsins í gegnum árin. Hún er aðstoðarritstjóri Vikunnar, hefur starfað í útvarpi og lengi verið vinsæll bloggari, hún heklar og ferðast daglega til vinnu í Garðabæ með strætisvögnum. Hún býr í „gömlu blokkinni“ við Jaðarsbraut á Akranesi með syni sínum og köttunum Kela og Krumma. Þar deilir hún stórkostlegu útsýni með heiminum í gegnum vefmyndavél sem staðsett er úti í glugga.

Bókaormur

Gurrí er fædd í Reykjavík en flutti fljótlega á Vesturlandið með foreldrum sínum og systur. Hún er dóttir Haraldar Jónassonar lögfræðings frá Flatey á Skjálfanda og Bryndísar Jónasdóttur sem var um tíma yfirhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsi Akraness. „Ég flutti til Stykkishólms og bjó þar í þrjú ár en 1961 fluttum við til Akraness,“ segir Gurrí í samtali við blaðamann. „Við bjuggum um tíma í „nýju blokkinni“ við Höfðabraut en lengst af í Arnarholti 3, húsinu fyrir aftan Einarsbúð. Mér fannst mikið sport að fá að fara bakdyramegin til Einars, Ernu og Gunnu. Bókasafn Akraness var uppáhaldsstaðurinn minn í æsku. Ég fór mikið þangað og var algjör bókaormur. Ég var til dæmis nánast búin með barnabókasafnið tíu ára gömul og þá leiddi Ásta Ásgeirsdóttir mig að bókmenntum Theresu Charles og Barböru Cartland og alls kyns ástarsögum. Ég man að í eitt skipti beið ég í biðröð klukkan 16 til að fá lánaðar tvær bækur, Kim-bók og Ævintýrabók. Flýtti mér heim með þær og kláraði þær báðar fyrir lokun en þegar ég kom aftur og vildi fá nýjar fékk ég það ekki og var mjög ósátt. Ásta var ekki við þann dag,“ rifjar Gurrí upp.

 

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is