Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2014 11:16

Snæfellskonur styrktu stöðuna á toppnum

Áhorfendur á leik Snæfells og KR í Dominosdeild kvenna í Stykkishólmi í gærkveldi urðu vitni að háspennuleik undir lokin. Snæfellskonur unnu nauman sigur 67:65 og með sigrinum styrktu þær stöðu sína á toppi deildarinnar. Að loknum 19 umferðum er Snæfell með 32 stig og hefur nú sex stiga forskot á næstu lið, Hauka sem töpuðu fyrir Val og Keflavík sem lá fyrir nágrönnum sínum í Njarðvík.

 

 

Snæfellkonur byrjuðu vel í vörninni og voru fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 16:11. Áfram voru Snæfellskonur að gera KR-ingum lífið leitt í sókninni og munurinn á liðunum var orðinn 12 stig í hálfleik, 37:25 fyrir Snæfell. Áfram tókst Snæfellskonum að varðveita að mestu þetta forskot í þriðja leikhluta og byrjun þess fjórða. Lokaleikhlutann byrjaði Snæfell með 53:40 en þá fóru KR-stúlkur að láta að sér kveða með Borgnesinginn Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur í broddi fylkingar. Fljótt varð munurinn ekki nema fjögur stig 58:54 og svo 62:60 þegar tvær mínútur voru eftir.

 

Spennan var allveruleg síðustu mínútuna og komst KR yfir í fyrsta skipti í leiknum 64:65 þegar aðeins 26 sekúndur voru eftir. Hildur Sigurðardóttir jafnaði á vítalínunni 65:65 og 18 sekúndur á klukkunni. Snæfell fékk vítaskot þegar 0,7 sek voru eftir og Hildur Sigurðardóttir setti bæði skotin niður og tryggði nauman Snæfellsigur, 67:65. Hjá Snæfelli var Chynna Brown með 24 stig og 9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 12 stig og 12 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 9 stig, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9 stig og 12 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 8 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3 stig og 7 fráköst og Hugrún Eva Valdmarsdóttir 2 stig.

 

Hjá KR var Sigrún Sjöfn atkvæðamest með 19 stig og 11 fráköst.

 

Í næstu umferð nk. miðvikudagskvöld fær Snæfell Hauka í heimsókn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is