Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2014 11:01

Ríkiskaup bjóða rekstur Vatnshellis út

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að bjóða út rekstur Vatnshellisins í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ferðamönnum á Snæfellsnes hefur fjölgað undanfarin ár einkum utan háannatíma og samhliða því eftirspurn eftir hellaferðum. „Vatnshellir var gerður aðgengilegur almenningi í þeim tilgangi að vernda hann, kynna hella og hellavernd og um leið að hvetja fólk til góðrar umgengni um hella og náttúru landsins,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun, en það eru Ríkiskaup sem annast útboð hellisins.

Þá segir að markmið útboðsins sé meðal annars að tryggja að almenningur geti notið heimsókna í Vatnshelli allan ársins hring gegn hæfilegu gjaldi. Tilvonandi rekstraraðili kemur til með að vinna í nánu samstarfi við starfsmenn þjóðgarðsins og Umhverfisstofnunar. Skipulagðar ferðir í Vatnshelli hófust sumarið 2010 og var þá farið í hluta hellisins, þrjá daga vikunnar. Það sumar komu um 1600 manns í hellinn. Sumarið 2011 var landvörðum fjölgað og þá voru farnar fimm ferðir á dag alla daga vikunnar. Um 5400 manns heimsóttu þá hellinn. Árið eftir komu um 3400 manns í hellinn. Þessi fyrstu þrjú ár sá þjóðgarðurinn um reksturinn á hellinum. Umhverfisstofnun ákvað vorið 2013 að semja við einkaaðila um að sjá um rekstur Vatnshellis í tilraunaskyni og gilti samningurinn út árið. Sumarið 2013 komu tæplega átta þúsund manns í hellinn. Erlendum ferðamönnum fjölgaði mjög mikið frá fyrra ári en íslenskir stóðu í stað.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is