Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2014 07:15

Ætlar að hætta í bæjarstjórn Akraness eftir 20 ára setu

Guðmundur Páll Jónsson oddviti Framsóknarflokksins í bæjarmálunum á Akranesi hyggst ekki gefa kost á sér til að leiða listann í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann hefur setið í fimm kjörtímabil, alls 20 ár. Guðmundur settist fyrst í bæjarstjórn Akraness fyrir Framsóknarflokkinn árið 1994.

 

Guðmundur segist fara sáttur frá borði eftir viðburðarík ár í bæjarstjórn. „Eftir 20 ára vinnu í sveitarstjórnarmálum tel ég að nú sé komið gott. Það er tímabært að nýir aðilar komi að. Vonandi gefur yngra fólk kost á sér, fólk sem langar að takast á við spennandi hluti. Þessir tveir áratugir hafa verið mjög skemmtilegur tími.“

 

Guðmundur tilkynnti ákvörðun sína á fundi Framsóknarflokksins á Akranesi nú í kvöld. Í framhaldi var ákveðið á fundinum að kjósa uppstillingarnefnd sem geri tillögu að framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí. Nefndinni var falið að koma með tillögur að lista eftir þrjár vikur. Dagný Jónsdóttir sem hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins ásamt Guðmundi Páli lýsti því yfir á fundinum að hún gæfi áfram kost á sér til setu á listanum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is