Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2014 03:01

„Viljum fylgja eftir hugsjónum pabba“

Í lok síðasta árs hóf Borgnesingurinn Ríkharður Mýrdal Harðarson að birta myndskeið úr safni föður síns, Harðar Jóhannssonar (Hölla), á myndbandavefnum YouTube. Hölli rak í tæpa hálfa öld dekkja- og smurverkstæði í Borgarnesi. Hann lést árið 2012, 78 ára að aldri. Vídeómyndir Hölla eru frá fjölbreyttum viðburðum í bæjarlífinu í Borgarnesi og nágrenni. Hann festi þá á filmur á tæplega fimmtán ára skeiði, frá lokum áttunda áratugarins fram á þann tíunda. Myndskeiðin eru merkar sagnfræðilegar heimildir um bæjarlífið í Borgarnesi á þessum árum. Þau hafa fengið töluvert áhorf á vefnum frá því að Rikki hóf að birta þau. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Rikka í síðustu viku og fræddist um kvikmyndatökur Hölla sem gerðar voru af hugsjón.

50 spólur af efni

Það er vel tekið á móti blaðamanni þegar hann bankar upp á hjá Rikka í húsi hans við Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Húsið eru æskustöðvar hans. Foreldrar hans, Hölli og Þuríður Mýrdal reistu það á sinni tíð. Rikka er tíðrætt um nýjasta myndskeiðið sem hann birti kvöldið áður. Það voru myndir af vígsluathöfn Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi árið 1982. Rikki segir blaðamanni frá því að yfir 300 manns hafi séð myndbandið síðar sama kvöld. „Svona hefur þetta verið að meðaltali síðan ég byrjaði að setja myndböndin á YouTube fyrir hönd systkina minna. Það gleður okkur mjög hversu viðtökurnar hafa verið góðar,“ segir Rikki. Systkini hans eru þau Jón, Jóhann og Dagmar.

 

Rikki segir að gríðarmikið liggi eftir föður sinn. Hann giskar á að til sé efni á um 100 spólum sem hver sé allt að þrír klukkutímar á lengd. „Pabbi tók upp mest allt myndefnið á Super-VHS spólur en einnig eru til filmur með efni sem hann tók upp á 8mm vél á árabilinu 1975-1978. Alla tíð notaði hann upptökutæki frá JVC. Hann var ætíð með bestu tækin sem buðust. Voru sum hver notuð hjá sjónvarpsstöðvunum. Því eru gæði margra myndskeiða nokkuð góð miðað við aldur.“ Rikki segir föður sinn hafa kappkostast við að vanda sig við upptökur.

 

Sjá ítarlegt viðtal við Rikka í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is