Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2014 04:01

Yfir þúsund manns sóttu forsýningar

Fyrsti þátturinn í raunveruleikaþáttaröðinni The Biggest Loser á SkjáEinum var frumsýndur í gærkvöld. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni eiga Akurnesingar einn keppanda í þættinum, Ingu Láru Guðlaugsdóttur, en alls keppa 12 í þættinum. Þátttakendur keppa sín í milli að vinna markvisst að því að bæta heilsu sína og berjast við aukakílóin með aðstoð fagfólks. Sigurlaunin eru ekki af verri endanum en sigurvegarinn hlýtur eina milljón króna og aðra milljón í ýmsum varningi að launum.

SkjáEinn stóð fyrir forsýningu á fyrsta þættinum sem fram fór víðsvegar um land fyrr í mánuðinum, m.a. í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Reykjanesbæ, Akureyri, Akranesi, Egilsstöðum og Hvolsvelli. Meira en 1.100 manns mættu á sýningarnar og virðist góður rómur hafa verið gerður að fyrsta þættinum. Stjórnendur í The Biggest Loser eru einkaþjálfararnir Everts og Gurrý sem hjálpa þátttakendum við að koma sér í form fyrir lífstíð en Inga Lind Karlsdóttir stýrir þættinum.

 

Hér að neðan má sjá stiklu með svipmyndum frá forsýningum þáttarins:

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is