Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. janúar. 2014 10:52

Snæfell tapaði fyrir toppliðinu

Karlalið Snæfells í körfunni mætti einbeitt til leiks í Vesturbæinn í gærkvöldi þegar liðið sótti topplið KR heim í Dominos deild karla. Upphafsleikhlutinn var jafn og skiptust liðin á um að hafa forystu. Heimamenn voru þó ívið betri og leiddu í lok leikhlutans 30:26. KR-ingar bættu við forskotið í upphafi annars leikhluta og komust mest átta stigum yfir í leikhlutanum. Hólmarar minnkuðu hins vegar muninn með góðum leik undir lok hans og var staðan í hálfleik einungis 51:49 fyrir KR. Síðari hálfleikur fór jafnt af stað og komst Snæfell yfir strax í upphafi leikhlutans með vítaskotum frá Travis Cohn III, 53:55. Liðin skiptust síðan á um að vera yfir á næstu mínútum en þegar lengra leið byrjuðu heimamenn að ná yfirhöndinni á nýjan leik. Staðan að loknum þriðja leikhluta 76:69 fyrir KR. Snæfellingar reyndu hvað þeir gátu í lokaleikhlutanum til að minnka muninn en allt kom fyrir ekki og lönduðu KR-ingar að endingu sex stiga sigri, 99:93.

 

 

 

Travis Cohn III var stigahæstur í liði Snæfells í leiknum með 26 stig en á eftir honum kom Sigurður Þorvaldsson með 18 stig. Jón Ólafur Jónsson kom næstur með 16 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 11, Sveinn A. Davíðsson 9, Stefán Karel Torfason 5, Kristján Andrésson 4 og loks þeir Finnur A. Magnússon og Þorbergur H. Sæþórsson 2 hvor.

 

Þrátt fyrir tapið vermir Snæfell áfram 8. sæti Dominos deildarinnar með 10 stig. Næsti leikur liðsins verður fimmtudaginn 30. janúar á heimavelli í Stykkishólmi gegn Haukum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is