Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2014 08:01

Snæfellingar í góðum gír á hátíð þeirra bestu

Stjörnuleikshátíð Körfuboltasambands Íslands fór fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardaginn. Þá leiddu saman hesta sína bestu leikmenn deildarinnar í léttum og skemmtilegum leikjum. Sem fyrr var dagskráin fjölbreytt. Auk þess sem stjörnulið öttu kappi sýndu einstaklingar hvað í þeim býr í þriggja stiga skotum og troðslu. Óhætt er að segja að leikmenn Snæfells í Stykkishólmi hafi komið, séð og sigrað. Þeir hreinlega sópuðu til sín verðlaunum.

 

 

 

 

Troðslukeppnin vakti verðskuldaða athygli. Þar fór Snæfellingurinn Travis Cohn III með sigur af hólmi eftir harða baráttu við Þórsarann Jarrell Crayton. Þessir tveir tróðu til úrslita en í forkeppninni sáust einnig mikil tilþrif.

 

Í viðureign bestu kvenna í úrvalsdeild fór Dominos lið undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar þjálfara Snæfells með sigur af hólmi gegn Icelandair liðinu, 86:85. Snæfellsmærin Chynna Unique Brown, sem varð sigurvegari í þriggja stiga keppninni, var einnig valin besti maður leiksins en hún setti 23 stig, tók 7 fráköst og átti þrjár stoðsendingar. Stalla hennar Hildur Björg Kjartansdóttir bætti við 14 stigum og tók 8 fráköst.

Í liði Icelandair var Borgnesingurinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir atkvæðamest með 16 stig.

 

 

Í stjörnuleik karla fóru leikar þannig að Icelandair-liðið sigraði með 140 gegn 116. Stjörnumaðurinn Matthew James Hairston var valinn besti maður leiksins með 23 stig og 8 fráköst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is