Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2014 09:44

Fjölmenni á stofnfundi Vesturlandsvaktarinnar

Vesturlandsvaktin - hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) voru stofnuð síðastliðinn laugardag. Boðað var til stofnfundar í fundasal á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Þétt var setið og staðið á fundinum því mæting var framar vonum. Um 150 manns voru staddir á Akranesi. Auk þessa var fundinum varpað út á netinu. Einnig fylgdust um fjörutíu með fundinum í gegnum fjarfundabúnað enda er félaginu ætlað að þjóna hagsmunum allra íbúa á víðfeðmu starfssvæði HVE.

Yfirlýstur tilgangur og markmið með stofnun Vesturlandsvaktarinnar - hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands er fjórþættur:

 

1. Að sameina íbúa á Vesturlandi í stuðningi við HVE með regnhlífarsamtökum, sem láti sig varða stöðu þeirrar mikilvægu þjónustu sem heilbrigðismálin eru.

 

2. Að standa vörð um öfluga heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi, taka þátt í umræðu um stöðu mála, þróun og mikilvægi þjónustunnar.

 

3. Að styðja við starfsemi HVE með söfnun fjár til mikilvægra tækja, sem komi þeim íbúum á Vesturlandi til góða, sem nýta þjónustu HVE.

 

4. Að Vesturlandsvaktin verði góð viðbót við annað gott starf einstaklinga, félaga og fyrirtækja á svæðinu sem stutt hafa starfsstöðvar HVE myndarlega á liðnum árum og áratugum.

 

Fólk gat skráð sig í Vesturlandsvaktina á stofnfundinum. Þau sem ekki komust á fundinn geta meðal annars gerst félagar með því að fara inn á heimasíðu samtakanna vesturlandsvaktin.is, sem opnuð var á stofnfundinum.

 

Einnig er hægt að fylgjast með starfsemi samtakanna á Facebook-síðu þeirra sem heitir einfaldlega Vesturlandsvaktin.  

 

Skoða má upptöku á fundinum með því að fara á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Smellið hér.

 

Nánar verður fjallað um stofnfundinn og samtökin í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is