Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2014 10:54

Stemning á vinaliðanámskeiði

Á þriðja tug krakka í 4. – 6. bekk Grunnskólans í Borgarnesi, Laugargerðisskóla og Auðarskóla í Dölum sóttu vinaliðanámskeið sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í síðustu viku. Þetta er annað vinaliðanámskeiðið sem fram fer á þessu skólaári, en það fyrsta fór fram í Laugargerðisskóla síðastliðið haust. Vinaliðar eru nemendur sem sjá um að halda uppi leikjum í löngufrímínútum fyrir samnemendur og er markmiðið að fá sem flesta til að taka þátt í leikjum í frímínútum og auka þannig hreyfingu og samheldni nemenda. Auk þess er markmiðið að byggja upp umhverfi þar sem allir eru velkomnir og þar sem nemendur geta treyst vinabönd við jafnaldra. Þannig er verkefnið öflug forvörn gegn einelti og öðru andlegu álagi. Í skólunum njóta Vinaliðarnir loks leiðsagnar ákveðins starfsmanns sem aðstoðar þá við skipulagningu leikja á skólalóðinni.

Á námskeiðinu lærðu vinaliðarnir ýmsa leiki auk þess sem þeir fengu leiðtogaþjálfun. Það voru þeir Guðjón Örn Jóhannsson og Gestur Sigurjónsson kennarar við Árskóla á Sauðárkróki sem stýrðu námskeiðinu, en vinaliðaverkefninu er stýrt frá skólanum undir verkstjórn Ingu Láru Sigurðardóttur. Að sögn Guðjóns og Gests er vinaliðaverkefnið skipulagt að norskri fyrirmynd og hefur árangur þess verið mjög góður síðan það var fyrst sett í framkvæmd hér á landi. Um tíu skólar hafa nú innleitt verkefnið hér á landi og er fyrirséð að þeir verði fleiri innan skamms.

 

Krakkarnir á námskeiðinu munu í framhaldinu taka við keflinu af nokkrum samnemendum sínum sem hafa verið vinaliðar frá því í haust. Að sögn Guðnýjar Jónu Sigmarsdóttur umsjónarmanns vinaliðaverkefnisins í Grunnskólanum í Borgarnesi hefur framkvæmd verkefnisins gengið vel í skólanum frá því að það var tekið upp í haust. Skemmtilegur bragur einkennir stemninguna í frímínútum skólans og er góð þátttaka í leikjunum sem vinaliðarnir skipuleggja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is