Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2014 12:03

Ekki ljóst hversu miklir peningar fylgja fimm stöðum lögreglumanna

Fimm viðbótarstörf í löggæslu á Vesturlandi skiptast þannig að tveir lögreglumenn koma til starfa á Akranesi, tveir til lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum og einn fer til lögreglunnar á Snæfellsnesi. Þetta er samkvæmt tillögum þverpólitískrar nefndar í landinu um eflingu löggæslunnar á næstunni, sem innanríkisráðherra hefur samþykkt. Yfirmenn lögreglu á Vesturlandi sögðust í samtali við Skessuhorn ekkert hafa ennþá fengið að vita hvað væri þarna í spilunum, hve miklir peningar fylgdu þessu stöðum. Þeir gætu því lítið tjáð sig að svo stöddu. „Þetta er enn svona bland í poka sem við erum ekki farnir að sjá ofan í. Tveimur stöðum lögreglumanna þyrfti að fylgja bíll og líka einhverjir peningar vegna yfirvinnu. Mér sýnist þessi ráðstöfun til bóta og færi okkur í þá stöðu sem við vorum 2011 en ekki lengra aftur,“ sagði Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn hjá LBD.

 

 

Jón S Ólason á Akranesi tók í sama streng og Theodór. Hann kveðst t.d. ekki vita hvort þarna væri t.d. um að ræða viðbótarstöðu hjá rannsóknadeildinni sem komin var á fjárlög, en hún var veitt vegna aukinna kynferðisafbrota til rannsóknar. Jón sagði að varla myndi líða á löngu þar til þetta lægi hreint fyrir, en fyrrgreindar tillögur voru sagðar miða að því að lögregluembættin gætu strax auglýst lausar stöður og að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars.

 

„Þessi maður verður hrein viðbót við liðið. Hins vegar verður að hafa í huga að störfunum fækkaði hjá okkur um tvö árið 2008,“ segir Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn á Snæfellsnesi. Hann segist bíða frekari upplýsinga um hversu miklir peningar fylgi stöðunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is