Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2014 12:27

Forsætisráðuneytið styrkir kútterinn

Nýlega tilkynnti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að ráðuneyti hans myndi styrkja Byggðasafnið í Görðum á Akranesi um fimm milljónir króna vegna varðveislu kútters Sigurfara. Bæjarráð þakkaði á fundi sínum nýverið áhuga forsætisráðuneytisins á málefnum kúttersins. Erindinu var vísað til umsagnar stjórnar Byggðasafnsins í Görðum sem mun funda nk. fimmtudag.

Hjördís Garðarsdóttir formaður stjórnar byggðasafnsins kvaðst í samtali við Skessuhorn muna á fundinum leggja til að a.m.k. hluti þessa styrks verði nýttur til að afla ráðgjafar hjá styrkjasérfræðingi, svo sem varðandi möguleika á styrkjum erlendis frá eins og úr styrkjasjóðum Evrópusambandsins. Hjördís segir að varðveisla kúttersins sé mjög dýrt verkefni og ýmsar hugmyndir hafi verið skoðaðar. Síðasta kostnaðaráætlun sem skilað var inn til ráðuneytis var upp á 110 milljónir króna, þannig að fimm milljónir segðu lítið en kæmu sér vel. Einkum þar sem stjórn byggðasafnsins hefði fengið synjun á beiðni um fjárveitingu vegna styrkjasérfræðingsins sem lögð hefði verið fram vegna fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir þetta ár.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is