Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2014 09:01

Fjölbrautaskóli Vesturlands áfram í Gettu betur

Annarri umferð spurningakeppninnar Gettu betur lauk um helgina á Rás 2 í Ríkisútvarpinu. Líkt og sagt var frá í síðasta tölublaði Skessuhorns áttu allir framhaldsskólarnir á Vesturlandi lið í þeirri umferð en gekk misvel. Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurlands 16 – 13, MH hafði betur gegn Menntaskóla Borgarfjarðar með 25 stigum gegn 12 og viðureign Menntaskólans í Reykjavík gegn Fjölbrautaskóla Snæfellinga lauk með sigri MR 24 gegn 7. Lið FVA er því komið áfram í þriðju umferð. Það keppir næst við lið Menntaskólans á Akureyri í átta liða úrslitum og verður viðureignin sýnd í Ríkissjónvarpinu föstudaginn 31. janúar næstkomandi. Liðið FVA nú er skipað þeim Magnúsi Gunnarssyni, Birki Hrafni Vilhjálmssyni og Elmari Gísla Gíslasyni.

 

 

 

Þess má til gamans geta að FVA lenti síðast í sjónvarpsviðureign árið 2004, keppti þá við Verslunarskóla Íslands og fór viðureignin fram fyrir fullu húsi í Íþróttahúsinu Vesturgötu á Akranesi. Liðið þá var skipað þeim Heiðari Lind Hanssyni, Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur og Jóhannesi Guðbrandssyni. Að vísu sigraði lið Versló lið FVA og vann að endingu í lokaviðureign keppninnar sögulegan sigur gegn Borgarholtsskóla. Meðal keppenda í þessu sigursæla liði Versló var einmitt núverandi þáttastjórnandi; hinn „orðheppni“ Björn Bragi Arnarson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is