Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2014 11:01

Tók rafmagnsmálin í sínar hendur

Á síðustu áratugum hafa oft komið upp vandamál sem rakin hafa verið til spennuvandamála og segulssviðs tengt húsarafmagni. Brynjólfur Snorrason er löngu orðinn landsfrægur fyrir að aðstoða fólk gagnvart þessum vandamálum og ná þar ágætum árangri. Stuttu eftir að fjölbýlishúsið á Þjóðbraut 1 á Akranesi var tekið í notkun, seint á hrunárinu 2008, fóru íbúar hússins að finna fyrir ýmsum ónotum. Það voru einkenni eins og höfuðverkur, hátíðnihljóð í höfði, þurrkur í augum, vöðvabólga, hjartverkir, hjartsláttartruflanir og þreyta. Mikið flökt var á spennu í húsinu við bakstur og eldamennsku. Ending á ljósaperum var léleg, sinkútfelling var á handriði á útisvölum og hátíðnihljóð heyrðust frá loftræstingu og vatnsdælu. Mikil rykmengun var í íbúðunum og erfitt að loftræsta þær. Íbúar töldu rafmagnseyðslu óeðlilega mikla, og í sumum tilfellum 30% meiri en áður þrátt fyrir að ekki væri þvottavél eða þurrkari í notkun. Það var einn íbúi í húsinu sem tók að sér að finna lausn á þessum vanda sem íbúar hússins bjuggu við. Hann er Aðalsteinn Sigurgeirsson sem jafnan er kenndur við Litlu-Fellsöxl í Skilmannahreppi.

Aðalsteinn er sjálfmenntaður í þessum vísindum og hefur með þrjósku sinni og rannsóknum að vopni náð ótrúlegum árangri í að ná betri loftgæðum í Þjóðbraut 1, þannig að íbúarnir hafa fundið fyrir mikilli breytingu til hins betra. Nú er misspenna í húsinu og hátt segulsvið ekki lengur að valda fólki þar óþægindum. Aðalsteinn rakti þessa óáran til þess að jarðtenging á rafmagninu fyrir húsið væri lélegt og ekki viðunandi. Til að hann gæti sýnt fram á það þurftu að koma til ýmsar ráðstafanir og á þeirri leið háði hann harða baráttu við kerfið og marga sérfræðinga.

 

Spurning um aðferðafræði

Aðalsteinn segist hafa rekist á marga veggi eftir að þessi vandamál komu upp í Þjóðbraut 1 og þurft að beita sér hart til að ná ýmsu fram til að geta gert nauðsynlegar mælingar á viðnámi, spennu- og segulsviði í húsinu. Tæki til þeirra verka keypti hann frá Bandaríkjunum. „Þetta er spurning um aðferðafræði. Ég hafði strax sterkar grunsemdir um að þessi vandamál væru vegna lélegrar jarðtengingar, sem var í sökkulskautinu í húsinu. Ég gerði kröfu um að sett yrði teinaskaut fyrir utan húsið og fékk því framgengt eftir mikla eftirgangssemi."

 

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is