Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2014 03:01

Vel heppnað byggðaþing framfarafélagsins

„Afar vel heppnað byggðaþing íbúa í uppsveitum Borgarfjarðar var haldið laugardaginn 25. janúar á vegum Framfarafélags Borgfirðinga. Var það haldið í samvinnu við Snorrastofu og fór fram í gamla skólanum í Reykholti. Lífleg umræða einkenndi þingið og margar ályktanir um brýn hagsmunamál voru samþykktar,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Fólk hvaðanæva úr uppsveitum Borgarfjarðar sótti þingið sem haldið var undir yfirskriftinni:  „Hvað hefur verið að gerast í framfaramálum Borgfirðinga á kjörtímabilinu? Hvað er framundan?“

Málshefjendur voru Bergur Þorgeirsson, Edda Arinbjarnar, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Óskar Guðmundsson, en þorri þingfulltrúa tók þátt í umræðu um hagsmunamál héraðsins. Ályktað var meðal annars um raforkumál, fjarskiptamál, ferðaþjónustu, samgöngur, póstþjónustu og varðstöðu um Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

 

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag. Í blaðinu má m.a. sjá þær ályktanir sem samþykktar voru á byggðaþinginu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is